Helstu verkefni og ábyrgð
· Starfið felur í sér stjórnun og umsjón verkefna og/eða samræmingu faglegs starfs á þjónustueiningunni.
· Veitir leiðsögn með því markmiði að auka færni einstaklingsins til þátttöku í daglegu lífi. Verkefnaval miðar að verkþjálfun, persónulegri umhirðu, heimilishaldi, félagslegum þáttum, hreyfingu og afþreyingu.
· Viðkomandi ber ábyrgð á einstaklingsþjálfun.
· Veitir leiðsögn og ráðgjöf til samstarfsaðila.
· Vinnur í samræmi við stefnumörkun hæfingar og lög um málefni fatlaðs fólks.
· Viðkomandi hefur ekki mannaforráð og starfar undir stjórn forstöðumanns
Hæfniskröfur
· Háskólamenntun á sviði mennta-, félags- eða heilbrigðisvísinda sem nýtist í starfi, s.s iðjuþjálfun og þroskaþjálfun.
· Umfangsmikil þekking og reynsla af ráðgjöf og þjónustu við fatlað fólk.
· Jákvæðni, ábyrgðarkennd, skipulagshæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum
· Kostur en ekki nauðsyn að umsækjandi þekkir þjónustunotendur Heimaeyjar og það starf sem unnið er þar.
Frekari upplýsingar um starfið
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 19.03.2020
Unnið er samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks. Laun og kjör skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélags viðkomandi. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað í afgreiðslu bæjarskrifstofa eða á rafrænu formi á netfangið postur@vestmannaeyjar.is merkt ,,Afleysing Heimaey vinnu og hæfingarstöð“. Vakin er athygli á stefnu Vestmannaeyjabæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá Vestmannaeyjabæ og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Lísa Njálsdóttir forstöðumaður Heimaeyjar vinnu og hæfingarstöðvar í tölvupósti lisa@vestmannaeyjar.is eða í síma 4882620
