Fara í efni

Fréttir

07.06.2018

Sumarstörf á gæsluvelli

Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða starfsmenn í eftirfarandi störf:

 

·         Forstöðumaður á gæsluvellinum Strönd, 50% starfshlutfall

·         Starfsmaður á gæsluvellinum Strönd, 50% starfshlutfall

 

 

Fréttir
04.06.2018

Hjólaranámskeið

Miðvikudaginn 6. júní 2018
kl. 18.30 - 20.00
Skráning hjá Lísu Njálsdóttur í s. 4882620
Fréttir
30.05.2018

Laus staða við Tónlistarskólann

Tónlistarskóli Vestmannaeyja óskar eftir tréblásturskennara í u.þ.b. 70% stöðu með möguleika á aukningu starfshlutfalls.
Fréttir
22.05.2018

Þjónustusamningur vegna reksturs Herjólfs

Hér að neðan má nálgast samninginn milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af hálfu Ríkisins. Markmiðið með samningnum er að stuðla að góðum samgöngum við Vestmannaeyjar með því að tryggja öruggar ferjusiglingar milli lands og Eyja og felur hann það í sér að Vestmannaeyjabær taki við rekstri Herjólfs eftir að nýtt skip hefur þjónustu eigi síðar en 8. okt. 2018. 
Fréttir
17.05.2018

Auglýsing um samþykkt á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015 - 2035

Aðalskipulag Vestmannaeyjabæjar sem gildir fyrir tímabilið 2015-2035 var samþykkt í bæjarstjórn Vestmannaeyja þann 15. maí síðastliðinn.

Fréttir
16.05.2018

Framlagning kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018

Kjörskráin liggur frammi til sýnis á bæjarskrifstofunum  við Bárustíg frá og með 16. maí til og með föstudagsins 25. maí á almennum

skrifstofutíma.

Fréttir
11.05.2018

Bæjarstjórnarfundur 15. maí 2018

Ath! breyttur fundartími vegna leiks FH-ÍBV Næsti fundur bæjarstjórnar verður haldinn þann 15. maí . Dagskrá fundarins er hér að neðan. 
Fréttir
09.05.2018

Umsjónarmaður Vestmannaeyjabæjar staðsettur í Þjónustumiðstöð.

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir umsjónarmanni í 100% starfshlutfall sem sinnir minniháttar viðhaldsverkefnum og eftirliti í stofnunum og á opnum svæðum sveitarfélagsins. 
Fréttir
08.05.2018

Deildarstjóri miðstigs við Grunnskóla Vestmannaeyja

Í Grunnskóla Vestmannaeyja eru rúmlega 500 nemendur og er skólinn starfræktur á tveimur starfsstöðvum, annars vegar í Barnaskóla v/Skólaveg og hins vegar í Hamarsskóla v/Bessahraun. Staða deildarstjóra miðstigs er ný og m.a. tilkomin vegna flutnings 5. bekkjar frá Hamarsskóla yfir í Barnaskóla næsta haust. Í skólastarfinu er lögð áhersla á líðan nemenda, fjölbreytta kennsluhætti, skapandi starf og góðan námsárangur en jafnframt verður sérstök áhersla á teymiskennslu á miðstigi. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði og vinnubrögðum Uppeldi til ábyrgðar og eru leiðarljós skólastarfsins Gleði - Öryggi - Vinátta.
Fréttir
08.05.2018

Grunnskóli Vestmannaeyja - Lausar stöður

Í Grunnskóla Vestmannaeyja eru rúmlega 500 nemendur og er skólinn starfræktur á tveimur starfsstöðvum, annars vegar í Barnaskóla v/Skólaveg og hins vegar í Hamarsskóla v/Bessahraun.

Fréttir
03.05.2018

Skólalóðir GRV

Fréttir
03.05.2018

Sumarfjör 2018

Stórskemmtilegt sumarúrræði Vestmannaeyjabæjar fyrir börn fædd 2008-2011. Þemaskiptar vikur með leikjum, íþróttum, tómstundum, sprelli og fjöri í samvinnu við íþrótta– og tómstundafélög.

 
Fréttir
03.05.2018

Íbúagátt - Aukin þjónusta Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær hefur virkjað svokallaða Íbúagátt sem er þjónustusíða  fyrir einstaklinga og lögaðila.  Íbúagáttin er vefsíða  þar sem hægt er að halda utan um allt sem snýr að samskiptum við sveitarfélagið milliliðalaust. 

Fréttir
02.05.2018

Sumarfjör Vestmannaeyjabæjar - Sumarstarf

Sumarfjör Vestmannaeyjabæjar óskar eftir starfsmanni í sumarstarf frá 8. júní – 20. júlí.

 

Fréttir
27.04.2018

Malbikun og lokun gatna

Eitt af vorverkunum er malbikun og lagfæring gatna.  Nú er komið að malbikun á Friðarhafnarkanti, Hlíðarvegi, Hásteinsvegi og Hólagötu ásamt fleiri svæðum.  
Fréttir
24.04.2018

Sumarafleysingar hjá Vestmannaeyjahöfn

Vestmannaeyjahöfn auglýsir eftir starfsmanni/mönnum til sumarafleysinga.  Um er að ræða tímavinnu í sumarafleysingum hafnarstarfsmanna vegna aukinna umsvifa yfir sumarið.

Fréttir
24.04.2018

Starfsmaður óskast !

Starfsmann vantar í eldhús Hraunbúða til afleysinga, viðkomandi þarf að geta sinnt eldamennsku, ásamt öðrum eldhússtörfum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Fréttir
16.04.2018

Sumardagurinn fyrsti 2018

Einarsstofa kl. 11.00
Skólalúðrasveitin leikur vel valin lög.
Sigurvegarar Stóru upplestrarkeppninnar, þau Herborg Sindradóttir, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir, Jón Grétar Jónasson og Oktawia Piwowarska lesa ljóð sem þau völdu sjálf, eftir Þórarinn Eldjárn.
Tilkynnt um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2018.??
 
Fréttir
13.04.2018

Vestmannaeyjabær óskar eftir húsverði í fullt starf við GRV

Meginviðfangsefni er eftirlit með húseignum, húsbúnaði og lóð Grunnskóla Vestmannaeyja-Hamarsskóla og fleiri fasteignum bæjarfélagsins.
Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi sem lætur sér annt um skólann okkar, getur séð um minniháttar viðgerðir og viðhald á því húsnæði sem hann ber ábyrgð á og er lipur í mannlegum samskiptum.
Iðnmenntun og/eða reynsla af viðhaldi húseigna er einnig æskileg.
Áhugi og reynsla á að vinna með börnum er kostur. Hreint sakavottorð er skilyrði.
Fréttir
10.04.2018

Bæjarstjórnarfundur

 FUNDARBOР1532. 

fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu safnahúsi, 12. apríl 2018 og hefst hann kl. 18:00 

Fréttir
09.04.2018

Afleysingar í heimaþjónustu

 
Óskum eftir starfsmanni í afleysningar í félagslega heimaþjónustu viðkomandi þyrfti að geta byrjað sem fyrst. Starfið felur í sér aðstoð við einstaklinga á heimilum þeirra s.s. þrif, persónulegan stuðning, aðstoð við innkaup og annað sem fellur undir félagslega heimaþjónustu. Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða og góðrar hæfni í mannlegum samskiptum. Um er að ræða 50 % starfshlutfall með möguleika á hærra starfshlutfalli vegna sumarafleysinga.  
Fréttir
09.04.2018

Hraunbúðir óska eftir sjúkraliða og öðru starfsfólki

 Á hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir í Vestmannaeyjum vantar starfsfólk í umönnun og aðhlynningu. Viðkomandi þyrfti að geta byrjað sem fyrst. Einnig vantar í 50 % stöðu í ræstingum frá 1.júní næstkomandi og í afleysingar í eldhúsi.
 
 
 
Fréttir
06.04.2018

Verkstjóri í Þjónustumiðstöð

Vestmannaeyjabær auglýsir laust starf verkstjóra í Þjónustumiðstöð.

Fréttir
21.03.2018

FUNDARBOÐ

 1531. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

22. mars 2018 og hefst hann kl. 18:00

Fréttir
21.03.2018

Lausar stöður við Grunnskóla Vestmannaeyja

Grunnskóli Vestmannaeyja er starfræktur á tveimur starfsstöðvum, annars vegar í Barnaskóla v/Skólaveg (eldra stig) og hins vegar í Hamarsskóla v/Bessahraun (yngra stig). Í skólanum eru rúmlega 500 nemendur sem skiptast u.þ.b. til helminga á hvora starfsstöð. Í skólastarfinu er lögð áhersla á líðan nemenda, fjölbreytta kennsluhætti, skapandi starf og góðan námsárangur. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði og vinnubrögðum Uppeldi til ábyrgðar og eru leiðarljós skólastarfsins Gleði - Öryggi - Vinátta.
 
 
Fréttir
19.03.2018

Slökkvibíll til sölu

Vestmannaeyjabær/Slökkvilið Vestmannaeyja auglýsir eftir tilboðum í slökkvibifreiðina International Loadstar 1700 árgerð 1965.
Fréttir
14.03.2018

Fræðslufundur fyrir foreldra unglinga að 18 ára aldri

Framhaldsskóla Vestmannaeyja, mánudaginn 19. mars kl. 20-22 
Fréttir
13.03.2018

Deildarstjóri óskast í Víkina-5 ára deild í GRV

Auglýst er eftir leikskólakennara eða starfsmanni með aðra uppeldismenntun í 100% stöðu deildarstjóra í Víkina- 5 ára deild, GRV. 

Fréttir
12.03.2018

Þjónustuíbúðir Vestmannabraut 58b óska eftir starfsfólki í sumarafleysingar

Lausar eru tvær 80-85% sumarafleysingastöður fyrir starfsmann á heimili fyrir fatlað fólk við Þjónustuíbúðir. Einnig er laus 25-30% staða á helgarvöktum sem gæti t.d. hentað námsmönnum. Óskað er eftir sumarafleysingum á tímabilinu 14. maí-30. ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn.

 

Fréttir
09.03.2018

Atvinna í boði/afleysingar

Óskum eftir starfsmanni í félagslega heimaþjónustu. Starfið felur í sér aðstoð við einstaklinga inni á heimili þeirra og við athafnir daglegs lífs, þrif, matarinnkaup ofl. Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða og góðrar hæfni í mannlegum samskiptum um er að ræða 50% starfshlutfall í afleysingar með möguleika á auknu starfshlutfalli í sumar. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst . 
Fréttir