Fara í efni
23.07.2018 Fréttir

Ertu með aukaherbergi?

Fjölskyldu- og fræðslusvið auglýsir eftir fólki sem er tilbúið að starfrækja úrræði skv. 84.gr. barnaverndarlaga á heimili sínu, þannig að þau séu reiðubúin að veita börnum móttöku í bráðatilvikum gegn ákveðinni fastri þóknun.
Deildu
Sérstaklega er óskað eftir fólki fyrir komandi Þjóðhátíð sem er reiðubúið að taka að sér þetta verkefni en einnig er verið að leita að úrræði til lengri tíma. Umsækjendur þurfa að skrifa undir samþykki fyrir því að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá. Áhugasamir hafi samband við starfsmenn Fjölskyldu- og fræðslusviðs í síma 488-2000, á skrifstofu Fjölskyldu- og fræðslusviðs á Rauðagerði (gengið inn norðan megin) eða í netfanginu barnavernd@vestmannaeyjar.is