Fara í efni
28.08.2018 Fréttir

Guðrún Benónýsdóttir ráðin sérkennsluráðgjafi leikskóla

Guðrún Benónýsdóttir hefur verið ráðin sérkennsluráðgjafi leikskóla. Hún hefur starfað sem leiðbeinandi og deildarstjóri á leikskólanum Kirkjugerði frá árinu 2016 og lokið MA-prófi í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á sérkennslufræði. Við bjóðum hana velkomna til starfa.
Deildu
Svava Hafsteinsdóttir sinnti starfinu áður og verður henni seint þakkað það góða og óeigingjarna starf sem hún innti af hendi í þágu leikskólanna og leikskólabarna. Við óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.