Fara í efni
07.06.2018 Fréttir

Sumarstörf á gæsluvelli

Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða starfsmenn í eftirfarandi störf:

 

·         Forstöðumaður á gæsluvellinum Strönd, 50% starfshlutfall

·         Starfsmaður á gæsluvellinum Strönd, 50% starfshlutfall

 

 

Deildu

Gæsluvöllurinn verður opinn frá kl. 13:00 til kl. 16:00 á tímabilinu 16. júlí til 15. ágúst.

Æskilegt er að umsækjendur séu ekki yngri en 18 ára og hafi reynslu og ánægju af að vinna með börnum. Hreint sakavottorð er skilyrði.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi STAVEY/Drífanda og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar veitir Drífa Gunnarsdóttir fræðslufulltrúi í síma 488-2000 eða í tölvupósti á netfanginu drifagunn@vestmannaeyjar.is

Umsóknarfrestur er til 20. júní 2018 og skal umsóknum skilað rafrænt á netfangið drifagunn@vestmannaeyjar.is eða á þar til gerðum eyðublöðum í þjónustuveri ráðhúss.