Fara í efni
10.08.2018 Fréttir

Frístund opnar í næstu viku

Þann 16. ágúst næstkomandi opnar frístundaverið í Þórsheimilinu. Frístund er starfrækt eftir hádegi alla virka skóla daga frá 12:30-16:30 fyrir börn í 1-4 bekk. Jafnframt verður boðið upp á heilsdagsvistun á starfsdögum og í vetrarfríi frá 08:00 - 16:30 .
Deildu
Megin markmið frístundar er að bjóða upp á innihaldsríkt frístundar- og tómstundastarf í barnvænu og skapandi umhverfi þar sem starfshættir einkennast af frjálsum leik og vali. Umsóknareyðublöð er að finna í frístundaveri, á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, eða í þjónustuverum Vestmannaeyjabæjar í Landsbankahúsinu við Bárustíg og/eða Rauðagerði (gengið inn norðan megin) Fyrir hönd Frístundar Anton Örn Björnsson