Hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2023 afhent og samningar vegna styrkja úr Þróunarsjóði undirritaðir
Hvatningarverðlaun fræðsluráðs voru afhent þann 15. maí við háðtíðlega athöfn í Einarsstofu. Við sama tækifæri voru samningar undirritaðir við þá sem hljóta styrki úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla. Aníta Jóhannsdóttir, formaður fræðsluráðs, afhenti verðlaunin og undirritaði samningana fyrir hönd fræðsluráðs.





















