Fara í efni
12.06.2023 Fréttir

,,Brúkum bekkina" - Gönguleiðin vígð

„Að brúka bekki“ er samfélagsverkefni sem Félag sjúkraþjálfara fór af stað með árið 2010 til þess að hvetja almenning til aukinnar hreyfingar. Fyrstir til að innleiða þetta verkefni voru sjúkraþjálfarar á Akureyri og eftir það hafa bæst við sex önnur sveitarfélög.

Deildu

Verkefnið felur í sér að setja upp 1 km gönguleiðir sem henta eldri borgurum og öðrum sem lakir eru til gangs. Á gönguleiðunum eru bekkir á um 250 metra millibili sem er hægt að hvíla sig á, sem er forsenda þess að fjölmargir treysti sér til að ganga úti. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að eldra fólk stundi hæfilega hreyfingu sér til heilsubótar sem gerir það lengur sjálfbjarga og að geta dvalið lengur heima.

Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir og Anna Hulda Ingadóttir ásamt Félag sjúkraþjálfara og Vestmannaeyjabæ sáu til þess að þetta verkefni kæmi líka til eyja.

Fyrsta gönguleiðin er frá Hraunbúðum, um göngustíg sunnnan við Hamarskóla, uppá Spyrnubraut of aftur niðureftir. Önnur gönguleið er fyrirhuguð á miðbæjarsvæði bæjarins. Hægt er að sjá gönguleiðurnar á kortavef Vestmannaeyjabæjar, með því að opna felligluggan "umhverfið" og haka við "Brúkum bekki".

Formleg vígsla var á laugardaginn síðastliðin þar sem Hrefna Hilmisdóttir formaður Kvennfélagsins Heimaey færði Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra gjafabréf fyrir fimm bekkjum í tilefni að 50 ára afmæli kvennfélagsins. Bekkirnig munu skarta plöttum sem Félag sjúkraþjálfara gefur og á þeim kemur fram nafn verkefnisins og hverjir gefa bekkina og nöfn samstarfsaðila.

Vestmannaeyjabær þakkar þeim sem komu að vekfninu; Sjúkraþjálfara félaginu, Kvennfélaginu Heimaey, Ólu Heiðu, Önnu Huld, Thelmu Rós og öðrum fyrir gott framtak í þágu bæjarbúa.