Goslokalitahlaup Ísfélags
Rútuferðir verða í boði frá bílastæðinu austan við Fiskiðju kl. 14:45. Upphitun hefst kl. 15:15 undir stjórn Íþróttaálfsins og ræsir hann hlaupið með litasprengju kl. 15:30, við mælum með því að mæta í hvítum bolum. Ekki missa af þessu litríka goslokahlaupi!
Hlaupaleið
Hlaupaleiðin er 2,3 km. Hefst við Krossinn í Eldfellsgýg og lýkur á Nausthamarsbryggju. Hlaupið er ræst af stað klukkan 15:30, en keppendur verða að vera komnir við rásmark 15:15. Þeir sem forskrá sig og ljúka keppni fá verðlaunapening.
Styttri leið
Einnig verður boðið uppá að byrja hlaupið á Skansinum. Sú leið er 300 m og endar á Naustahamarsbryggju.
Vigtartorg
Stutt frá endamarki er Vigtartorg. Þar hefst fjölskylduskemmtun að hlaupi loknu.
Skráning og afhending gagna
Skráning í hlaupið er á netskraning.is og verður skráning opin til kl. 14 föstudaginn 7. júlí. Það kostar ekkert að vera með og eru allir velkomnir að taka þátt.
Myndir af hlaupaleið og götulokunum:
