Fara í efni
07.06.2023 Fréttir

Ingimar Heiðar Georgsson ráðinn umsjónarmaður fasteigna

Vestmannaeyjabær auglýsti á dögunum eftir umsjónarmanni fasteigna bæjarins. Umsóknarfrestur var 25. maí sl. og alls sóttu 6 einstaklingar um starfið, allt karlar. 

Deildu

Eftir mat á umsóknum hefur Vestmannaeyjabær ákveðið að ráða Ingimar Heiðar Georgsson í starfið. Ingimar er 63 ára að aldri. Hann er kvæntur Hjördísi Ingu Arnarsdóttur og saman eiga þau sjö börn.

Ingimar hefur áralanga reynslu af iðnaðarstörfum, viðhaldsverkefnum og smíðavinnu. Jafnframt er Ingimar með langa reynslu af þjónustu við fólk og fyrirtæki og hefur getið sér góðan orðstír í störfum sínum.

Vestmannaeyjabær býður Ingimar velkominn til starfa, en hann mun hefja störf á næstunni.