Fara í efni
05.06.2023 Fréttir

Verkföll á bæjarskrifstofum og stofnunum Vestmannaeyjabæjar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Starfsmannafélag Vestmannaeyja-Stavey (eitt af aðildarfélögum BSRB) boðað til verkfalls hjá félagsmönnum þess í nokkrum stofnunum Vestmannaeyjabæjar

Deildu

Verkfallsboðunin á við um félagsmenn á bæjarskrifstofum Vestmannaeyja í Ráðhúsinu, leikskólanum Kirkjugerði, Þjónustumiðstöð, Íþróttamiðstöðinni og hjá Vestmannaeyjahöfn.

  • Vinnustöðvanir hófust í dag mánudaginn 5. júní og standa mislengi yfir eftir stofnunum..
  • Á leikskólanum Kirkjugerði eru vinnustöðvanir boðaðar til 5. júlí nk.
  • Á bæjarskrifstofunum í Ráðhúsinu er jafnframt vinnustöðvanir boðaðar til 5. júlí nk.
  • Ótímabundin vinnustöðvun félagsmanna hefur verið boðuð í Íþróttamiðstöðinni.
  • Í tilviki Þjónustumiðstöðvarinnar eru vinnustöðvanir boðaðar til 17. júní nk. náist ekki samningar á tímabilinu.
  • Hjá Vestmannaeyjahöfn er um að ræða einn dag á þessu tímabili, 8. júní nk.
Þetta kallar á skerta starfsemi umræddra stofnana, en verkföllin hafa ekki áhrif á ferðir Herjólfs milli lands og Eyja.

Í tilviki bæjarskrifstofanna verður afgreiðslan í Ráðhúsinu lokuð á meðan verkfallið stendur og önnur þjónusta skert. Hægt verður að hringja í síma 488-2000, en búast má við að verkfallið hafi áhrif á símsvörun.

Hægt er að hafa samband með tölvupósti á netfangið postur@vestmannaeyjar.is og eins með tölvupósti til einstakra starfsmanna. Upplýsingar um netföng starfsfólks er að finna á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar (sjá: Starfsfólk Vestmannaeyjabæjar | Starfsfólk | Vestmannaeyjarbær).

Leikskólastjóri Kirkjugerðis mun senda foreldrum leikskólabarna á Kirkjugerði tilkynningu um þjónustu leikskólans meðan á verkfalli stendur.

Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar, mun svara fyrir um þjónustustig þar í verkfalli. Netfang Jóhanns er joi@vestmannaeyjar.is.

Hákon Helgi Bjarnason, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar (netfang: hakon@vestmannaeyjar.is) munu senda upplýsinga um og svara fyrir um þjónustu Íþróttamiðstöðvarinnar meðan á verkfallsaðgerðum stendur.

Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs (netfang: angantyr@vestmannaeyjar.is) mun svara fyrir um starfsemi bæjarskrifstofanna í Ráðhúsinu meðan á verkfalli stendur.