Fara í efni
17.05.2023 Fréttir

Iðjuþjálfi hjá Vestmannaeyjabæ

Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í 100% stöðu. Starfið felur í sér verkefni við að aðstoða einstaklinga að endurheimta, auka og/eða viðhalda vitrænni, líkamlegri og félagslegri getu.

Deildu

Starfið skiptist í vinnu með notendum dagdvalar, stuðningsþjónustunnar og sérfræðiþjónustu skóla.

Helstu verkefni:

  • Skipuleggja, ráðleggja og veita einstaklingsbundna þjónustu til notenda dagdvalar og stuðningsþjónustu.

  • Gera einstaklingsáætlanir fyrir þjónustuþega dagdvalar

  • Útfæra dagskrá í samræmi við áætlunina og markmið og framfylgja henni.

  • Stuðla að og viðhalda sjálfræði og sjálfstæði notenda og efla þá til sjálfshjálpar

  • Meta þörf fyrir hjálpartæki hjá notendum dagdvalar og stuðningsþjónustunnar.

  • Þverfagleg teymisvinna

  • Skipuleggja iðjuþjálfun og þróa einstaklingsbundin úrræði fyrir nemendur leik- og grunnskóla.

  • Samskipti við nemendur sem krefjast flókinnar umönnunar og/eða þjálfunar auk ráðgjafar til skóla og foreldra.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Íslenskt starfsleyfi og löggilding frá Landlæknisembættinu

  • Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi

  • Áhugi á þróun og uppbyggingu faglegs starfs

  • Jákvætt viðmót og sveigjanleiki í samskiptum

  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni

  • Íslenskukunnátta


Nánari upplýsingar um starfið veitir Thelma Rós Tómasdóttir verkefnastjóri öldrunarþjónustu, í síma 488 2048 eða með tölvupósti á thelma@vestmannaeyjar.is

Umsókn ásamt kynningarbréfi og menntunar-og starfsferilsskrá óskast send með tölvupósti á netfangið  thelma@vestmannaeyjar.is og merkt „iðjuþjálfi“ 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og iðjuþjálfafélag Íslands.

Starfið er laust frá 1. júní 2023 . Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðningu er lokið.

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.

Umsóknarfrestur er til og með 24. maí 2023.