Fara í efni

Fréttir

04.07.2019

Myndlistarfélagið - Vestmannaeyjabær 100 ára

 Kl. 16:00 í dag verður opnuð athyglisverð sýning í sal Tónlistarskólans. Þar sýna félagar í Myndlistarfélagi Vestmannaeyja og kalla þau sýninguna „Vestmannaeyjabær 100 ára“ sem er vel við hæfi nú þegar við minnumst þess að 100 ár eru frá stofnun Vestmannaeyjakaupstaðar.
 
Goslokasýningin er stærsti sýningarviðburður Myndlistarfélagsins ár hvert. Sýningarstjóri er Gunnar Júlíusson. Allir velkomnir og er fólk hvatt til að mæta.
 
Það hefur verið gaman að fylgjast með þeim öfluga hóp sem skipar Myndlistarfélagið. Á hverju ári má sjá framfarir og fjölbreytnin er mikil. Það ætti því enginn að vera svikinn af því að mæta í sal Tónlistarskólans og virða fyrir sér verkin sem þar verða sýnd.
 
Ekki skemmir að sýningin er sett upp undir styrkri stjón Gunnars. Er gott að eiga að menn eins og Gunnar þegar kemur að sýningum og myndlist almennt.
 
Fréttir
03.07.2019

Gæsluvöllurinn Strönd v/Miðstræti sumarið 2019

Gæsluvöllurinn Strönd (miðstræti 9a) verður starfræktur á tímabilinu frá 15. júlí til og með 14. ágúst 2019 kl. 13:00-16:00

Fréttir
Heimaeyjargosið eldgos 1973
03.07.2019

Goslokadagurinn 3. júlí

Okkur er tamt að segja í Vestmannaeyjum – fyrir og eftir gos. Svo djúp og óafmáanleg er minningin um eldgosið sem hófst aðfaranótt 23. janúar 1973.

Fréttir
03.07.2019

Laus störf í Víkinni 5 ára deild í GRV

Auglýst er eftir leikskólakennurum/leiðbeinendum í þrjár stöður í Víkinni 5 ára deild í GRV

Fréttir
02.07.2019

Félagsleg liðsveisla

Fréttir
20.06.2019

Nýju Vestmannaeyingarnir hinar sprækustu

Fjöldi fólks fylgdist með í gærkvöldi þegar Litla-Grá og Litla-Hvít komu til Vestmannaeyja sem verður þeirra griðarstaður í framtíðinni. Hvítu mjaldrarnir höfðu þá ferðast um 12.000 km leið frá Sjanghæ í Kína. Lentu í Keflavík eftir hádegið, við tók ferðalag með bíl og Herjólfi og hingað var komið milli klukkan tíu og ellefu í gærkvöldi. 

Fréttir
19.06.2019

Nýr Herjólfur

 Nýr Herjólfur er án efa stærsta afmælisgjöf Vestmannaeyinga nú þegar við fögnum 100 ára afmæli Vestmannaeyjakaupstaðar.

Fréttir
18.06.2019

Staða þroskaþjálfa í Víkina-5 ára deild, GRV

Auglýst er eftir þroskaþjálfa í tímabundna stöðu í Víkinni 5 ára deild, GRV. Auglýst staða er 87,5% og er á tímabilinu 14. ágúst 2019 til 5. júlí 2020.

Fréttir
13.06.2019

Dagskrá 17. júní 2019

9:00

Fánar dregnir að húni í bænum. 
Fréttir
12.06.2019

Deildarstjórar óskast í Víkina-5 ára deild í GRV

Auglýst er eftir leikskólakennara eða starfsmanni með aðra uppeldismenntun í tvær 100% stöður deildarstjóra í Víkinni 5 ára deild, GRV. 

Fréttir
07.06.2019

Saga fótboltamótanna í Einarsstofu á sunnudag

Eitt merkilegasta frumkvæði Eyjamanna í íþróttum er Tommamótið í Vestmannaeyjum, fótboltamót fyrir sjötta flokk drengja, níu og tíu ára sem fyrst var haldið 1984. Týrarar héldu mótið sem átti eftir að stækka og dafna en þarna var grunnurinn lagður sem haldist hefur lítið breyttur síðan. Hugmyndin var eins manns, Lárusar heitins Jakobssonar sem var laginn við að fá fólk á sitt band. Þar með fór boltinn að rúlla og í ár stefnir í stærsta peyjamótið frá upphafi en Tommanafnið heyrir sögunni til og nú er það Orkumótið. 

Fréttir
06.06.2019

Fréttatilkynning frá skrifstofu forseta Íslands

FORSETI ÞÝSKALANDS HEIMSÆKIR ÍSLAND 
Fréttir
04.06.2019

Gatnaviðgerðir og malbikun

Í þessari viku er áætlun að malbika og laga götur. Af því hlýst einhver röskun á umferð og eru ökumenn beðnir um að taka tillit til þess og virða merkingar og vinnusvæði.

Fréttir
24.05.2019

Grunnskóli Vestmannaeyja - GRV

Í Grunnskóla Vestmannaeyja eru rúmlega 500 nemendur og er skólinn starfræktur á tveimur starfsstöðvum, annars vegar í Barnaskóla v/Skólaveg og hins vegar í Hamarsskóla v/Bessahraun
Fréttir
22.05.2019

Ferðir með Strætó til og frá Landeyjahöfn.

Sumaráætlanir leiða 51 (Höfn/Rvk) og 52 (Landeyjahöfn/Rvk) í leiðarkerfi Strætó.

 

Fréttir
16.05.2019

Hreinsunardagur 2019

Hrein Heimaey á 100 ára afmælisári bæjarfélagsins
Fimmtudaginn 23. maí n.k. verður almennur hreinsunardagur á Heimaey.
 
 
 
 
 
 
Fréttir
14.05.2019

In purus arcu, porta vulputate placerat eget

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Fusce ultricies purus ut augue faucibus lobortis sit amet eget massa. Ut convallis congue bibendum. Duis malesuada purus sit amet lectus consequat at bibendum sem tempor.

Fréttir