Megin markmið frístundar er að bjóða upp á innihaldsríkt frístundar- og tómstundastarf í barnvænu og skapandi umhverfi þar sem starfshættir einkennast af frjálsum leik og vali.
Opið er fyrir umsóknir og eru foreldrar beðnir um að sækja um sem allra fyrst, áður en skólarnir byrja. Foreldrar sem eiga börn sem nýttu sér frístund á síðasta skólaári þurfa einnig að skila inn umsókn ef þeir ætla að halda áfram að nýta sér þjónustu Frístundar.
Umsóknareyðublöð er að finna í frístundaveri, á íbúagáttinni sem hægt er komast inná í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, eða í þjónustuverum Vestmannaeyjabæjar í Landsbankahúsinu við Bárustíg og/eða Rauðagerði (gengið inn norðan megin)
Við hlökkum til að taka á móti ykkur.
Anton Örn Björnsson
anton@vestmannaeyjar.is
s: 4812964
