Í dag fengum við góða heimsókn en Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur kom færandi hendi með gjafaöskjur sem innihalda námsefni undir heitinu, Lærum og leikum með hljóðin, sem ætlað er öllum barnafjölskyldum og skólum. Um er að ræða námsefni sem byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu Bryndísar að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla. Efnið hefur hlotið ýmsar viðurkenningar. Bryndís og fjölskylda ásamt Marel, Lýsi, IKEA og hjónin Björgólfur Thor og Kristín Ólafsdóttir hafa gert þessa gjöf mögulega. Bryndís er okkur í Eyjum vel kunn enda sinnt talmeinaþjónustu hér í mörg ár og vel tengd Vestmannaeyjum. Kærar þakkir Bryndís og fjölskylda fyrir góða gjöf og veitta þjónustu.
17.07.2019