Helstu verkefni:
- Umsjón og eftirlit með fasteignum Vestmannaeyjabæjar.
- Létt viðhald og minniháttar framkvæmdir á húsnæði og opnum svæðum.
- Flöggun á lögbundnum og formlegum fánadögum.
- Önnur tilfallandi verkefni sem framkvæmdastjórar bæjarins og forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar óska eftir.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Iðnmenntun og/eða reynsla af iðnaðarstörfum eða húsvörslu.
- Óskað er eftir laghentum og úrræðagóðum einstaklingi.
- Samstarfshæfni, jákvæni og lipurð í mannlegum samsktipum.
- Bílpróf er skilyrði.
Nánari upplýsingar um starfið:
Umsjónarmaður fasteigna hefur aðsetur í Þjónustumiðstöð Vestmannaeyjabæjar. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Þjónustumiðstöðvarinnar.
Vinnutími er frá 07:30 til 17:00 virka daga og nauðsynlegt er að bregðast við aðkallandi verkefnum utan þess tíma ef þörf er á. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar (johann@vestmannaeyjar.is) og Angantýr Einarsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs (angantyr@vestmannaeyjar.is).
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar (STAVEY) eða Drífanda og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Vestmannaeyjabær hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.
Umsóknum ásamt menntunar- og starfsferilskrám skal skila til Bæjarskrifstofa Vestmannaeyja, Bárustíg 15, 900 Vestmannaeyjum og merkja „Umsjón með fasteignum Vestmannaeyjabæjar“. Einnig er hægt að skila umsóknum á netfangið postur@vestmannaeyjar.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin