Fólk með fötlun
Fjölskyldu- og fræðslusvið hefur umsjón með málefnum fatlaðs fólks sem nýtur allrar almennrar þjónustu sem Vestmannaeyjabær veitir.
Auk þess er í boði ýmis sértæk þjónusta í samræmi við lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem miðar að því að tryggja fötluðu fólki jafnan rétt og skilyrði til að lifa sem eðlilegasta lífi.