Fara í efni

Stuðningsfjölskyldur

Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að taka barn í umsjá í skamman tíma.

Markmið:

  • Létta álagi af fjölskyldu barnsins.
  • Veita barninu tilbreytingu og nýja reynslu.

Tími í umsjá:

  • Að jafnaði 2 sólarhringar á mánuði.
  • Samningsbundin þjónusta:
    • Dvölin er ákveðin með samningi til tiltekins tíma.

Þjónustumat:

  • Metið út frá fötlun barns, umönnunarþörf og félagslegum aðstæðum fjölskyldunnar.

Frekari upplýsingar:

  • Björg Ólöf Bragadóttir, umsjónarþroskaþjálfi
  • Netfang: bjorg@vestmannaeyjar.is
  • Sími: 488 2000

Umsóknir og úttektir fara fram hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (barnavernd og málefni fatlaðra barna).

  • Umsóknir og endurnýjanir eru eingöngu rafrænar.
  • Umsækjendur skrá sig inn á Mínar síður með rafrænum skilríkjum.

Ferlið:

  • Efst í hægra horni: Umsóknir
  • Leita að eyðublaði: „Umsókn um leyfi til að vera stuðningsfjölskylda fyrir barn“
    • Fylgiskjöl sem þarf að senda með:
      - Samþykki fyrir öflun sakavottorðs
      - Heilbrigðisvottorð (sótt í gegnum Heilsuvera.is)
  • Umsókn fer til Gæða- og eftirlitsstofnunar og síðan til fjölskyldu- og fræðslusviðs sveitarfélagsins til úttektar.
  • Leyfi er veitt af Gæða- og eftirlitsstofnun.

Til að eiga rétt á stuðningi þurfa foreldrar, forsjáraðilar og börn að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Eiga lögheimili í Vestmannaeyjum
  • Vera metin í þörf fyrir stuðning samkvæmt reglum um stuðningsfjölskyldur hjá Vestmannaeyjabæ
  • Forsjáraðilar skulu hafa forsjá með þeim börnum sem stuðningur snýr að.
  • Rafrænt í Íbúagátt Vestmannaeyjabæjar
  • Á eyðublaði á skrifstofu fjölskyldu - og fræðslusviðs - umsóknir eru afgreiddar innan 4 vikna
  • Bókað tíma hjá umsjónarþroskaþjálfa í síma 488 2000
  • Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við bjorg@vestmannaeyjar.is