Fara í efni

Félagslegur stuðningur

Félagslegur stuðningur er persónulegur stuðningur sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, til dæmis með aðstoð við að njóta tómstunda, menningar og lista. Félagslegur stuðningur er veittur bæði börnum og fullorðnum.
Markmið félagslegs stuðnings er að efla viðkomandi til sjálfshjálpar, veita honum persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun og efla hann til sjálfstæðis í félagslegum samskiptum.
Félagslegur stuðningur er ekki ætlaður til að aðstoða við athafnir daglegs lífs.

Sótt er um félagslegan stuðning inn á íbúagátt Vestmannaeyjabæjar.