Fara í efni

Stuðnings - og stoðþjónusta

Markmiðið með stoðþjónustu er að veita fötluðu fólki stuðning til að mæta stuðningsþörfum þess og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum.
Ennfremur fá notendur stuðning við athafnir daglegs lífs , stuðning til sjálfstæðrar búsetu og félagslegrar virkni.

Setja inn gjaldskrá linka

  • Vera metinn í þörf fyrir stuðning samkvæmt matsviðsmiðum í reglum um stuðnings- og stoðþjónustu fyrir fullorðið fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
  • Vera með staðfesta fötlunargreiningu.
  • Búa sjálfstætt eða í foreldrahúsum. 

Fólk 67 ára og eldra getur átt rétt á stuðningsþjónustu ef skerðing þeirra er ekki aldurstengd. Börn og ungmenni undir 18 ára aldri geta fengið stuðningsþjónustu sem er sniðin að þeirra þörfum.

Hægt er að sækja um:

  • Rafrænt í Íbúagátt Vestmannaeyjabæjar
  • Á eyðublaði á skrifstofu fjölskyldu - og fræðslusviðs - umsóknir eru afgreiddar innan 4 vikna
  • Bókað tíma hjá umsjónarþroskaþjálfa í síma 488 2000
  • Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við bjorg@vestmannaeyjar.is