Þjónustuíbúðir Kjarninn
Þjónustuíbúðir Kjarninn
Sími 488-2551,481-1211
Forstöðumaður er Ingibjörg Sigurjónsdóttir
Netfang: ingibjorg@vestmannaeyjar.is

Þjónustuíbúðakjarninn að Strandvegi 26 samanstendur af sjö leiguíbúðum fyrir fólk sem þurfa sökun fötlunar sinnar á sértæku húsnæði að halda sem og umfangsmikla aðstoð og stuðning til að geta búið á eigin heimili.
Um þjónustuíbúðina og þjónustukjarnann
- Þjónustuíbúðin er heimili leigjandans.
- Íbúinn fær þjónustu samkvæmt þjónustusamningi.
- Starfsmenn þjónustukjarnans veita þjónustuna – kjarninn er staðsettur á sömu hæð og íbúðin.
- Í þjónustukjarnanum er rúmgott sameiginlegt rými:
- Hægt að elda og borða saman.
- Íbúar geta notið samveru og félagslífs.
- Sólarhringsþjónusta er í boði ef þjónustumat kallar á slíkt.