Fara í efni

Akstursþjónusta

Vestmannaeyjabær býður upp á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk með lögheimili í Vestmannaeyjum á virkum dögum á tímabilinu 7:30 til 17:30 og hefur til þjónustunnar sérútbúinn bíl.

Markmið þjónustunnar er að gera þeim sem eru andlega og líkamlega fatlaðir og þurfa nauðsynlega, vegna fötlunar sinnar á akstursþjónustu að halda, kleift að geta stundað vinnu og nám eða sótt þjónustu til sérhæfðar þjónustustofnanar.

Hér má finna frekari upplýsingar um akstursþjónustuna.

  • Veitt á virkum dögum kl. 07:30–17:30 - ekki um helgar
  • Sérútbúinn bíll til afnota.
  • Fyrir einstaklinga með andlega eða líkamlega fötlun sem þurfa þjónustuna til að:
    • stunda nám eða vinnu
    • sækja þjónustu hjá sérhæfðum stofnunum
  • Kostnaður fyrir ferðaþjónustu á vegum Vestmannaeyjabæjar er fyrir hverja ferð, frá A-B, að upphæð kr. 275,- (2023).
    ATH! Undanþegið gjaldtöku er akstur fyrir þá er falla undir lög um málefni fatlaðra nr. 59/1992.

Niðurgreiðsla á leigubifreið

  • Gildir fyrir sömu notendur og almenn þjónusta.
  • Niðurgreiðsla: 900 kr. á ferð, að hámarki 10 ferðir á mánuði.
  • Gildir utan þjónustutíma akstursþjónustunnar.
  • Kvittun þarf að skila til fjölskyldu- og fræðslusviðs.

Sérútbúinn bíll utan þjónustutíma

  • Fyrir hjólastólanotendur eða þá sem ekki geta nýtt leigubíla.
  • Pöntun með minnst 2ja daga fyrirvara.
  • Hámark 10 ferðir á mánuði, gjald 300 kr. á ferð.
  • Háð því að bílstjóri sé tiltækur.

Lán á sérútbúnum bíl

  • Fyrir fatlað fólk í hjólastól eða með sambærilega þörf.
  • Pöntun þarf að berast tímanlega.
  • Bílstjóri þarf að hafa viðeigandi ökuréttindi og ber ábyrgð.
  • Gjald: 800 kr. fyrir 4 klst. lán.
  • Samningur við Blindrafélagið um þjónustu á höfuðborgarsvæðinu.
  • Fyrir einstaklinga með lögheimili í Vestmannaeyjum sem eru blindir og geta ekki nýtt almenningssamgöngur.
  • Umsókn fer í gegnum fjölskyldu- og fræðslusvið.
  • Hámark 20 ferðir á ári, samkvæmt mati starfsmanna.
  • Umsókn um ferðaþjónustu:
  • Afgreiðsla umsókna innan 4 vikna.
  • Pöntun á viðbótarþjónustu fer í gegnum skrifstofu í síma 488 2000.
  • Endurgreiðsla á leigubílaferðum:
    • Skila þarf kvittunum og gefa upp reikningsnúmer.
    • Greitt er að hámarki upp í niðurgreiddan kostnað.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda á margret@vestmannaeyjar.is eða í þjónustuveri fjölskyldu og fræðslusviðs.