Eldra fólk
Þjónusta Vestmannaeyjabæjar við eldri borgara er margþætt og er markmiðið annarsvegar að veita eldri borgurum og aðstandendum þeirra ráðgjöf og
leiðsögn um þá þjónustu sem stendur þeim til boða og hinsvegar að efla notendur í því að þeir geti verið sjálfbjarga og búið í sjálfstæðri búsetu eins lengi og hægt er, með viðeigandi stuðning.
Þegar þörf fyrir þjónustu er metin er borin virðing fyrir því að hver einstaklingur hefur sína sérstöðu og horfa þarf á getu,færni, eiginleika, umhverfi og samfélag í því samhengi.
Gagnlegar upplýsingar um einstaka málaflokka má lesa hér að neðan.