Fara í efni

Heimsendur matur

Heimsendur matur er hluti af félagslegri heimaþjónustu Vestmannaeyjabæjar og er ætlaður þeim sem geta ekki eldað sjálfir vegna veikinda eða skertrar getu.

Hvernig virkar þjónustan?

  • Hægt er að fá heimsendan mat frá einu sinni og upp í sjö sinnum í viku.
  • Maturinn er keyrður út í hádeginu.
  • Þjónustan getur verið tímabundin eða til lengri tíma.

Verð og gjaldskrá

Gjald fyrir heimsendan mat er tekjutengt. 
Heimsendur matur frá SB Heilsa er 998 kr.

Hvernig sækja á um?

Þú getur sótt um þjónustuna:

  • Í gegnum Íbúagátt Vestmannaeyjabæjar
  • Með því að hafa samband við:
    - Félagsþjónustuna netfang: felags@vestmannaeyjar.is
    - Sími: 488 2600