Stuðningsþjónusta
Stuðningsþjónusta er ætluð þeim sem búa í heimahúsum og þurfa vegna heilbrigðisvanda stuðning við heimilishald.

Markmiðið með stuðningsþjónustu er að efla notendur til sjálfsbjargar og sjálfræðis, gera þeim kleift að búa sem lengst á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður með sem mestum lífsgæðum.
Stuðningsþjónustan er fyrir alla aldurshópa.
Stuðningsþjónusta
- Stuðningsþjónusta
- Stuðningur við athafnir daglegs lífs
- Stuðningur við almennt heimilishald og þrif
- Stuðningur við innkaup í appi og móttaka á vörum
- Félagslegur stuðningur
- Heimsending matar
Þjónustutími
Stuðningsþjónusta er almennt veitt á dagvinnutíma á virkum dögum. Boðið er upp á kvöld og helgarþjónustu í þeim tilvikum sem brýn þörf er á.
Matsteymi velferðarsviðs metur þörf fyrir þjónustu.
Sótt er um stuðningsþjónustu í Íbúagátt og til þess notuð rafræn skilríki.
Aðstoðarmaður getur sótt um fyrir viðkomandi á sínum rafrænum skilríkjum en þá þarf að muna eftir að breyta upplýsingum inni á svæðinu.
Hægt er að fá aðstoð við umsóknir í móttöku velferðarsviðs Vestmannaeyjabæjar.