Fara í efni

Afslættir og niðurgreiðslur

Elli - og örorkulífeyrisþegaum sem eiga lögheimili í Vestmannaeyjum standa ýmsir afslættir og niðurgreiðslur til boða.

Eftirfarandi afslættir standa til boða fyrir elli- og örorkulífeyrisþega sem:

  • Eiga lögheimili í Vestmannaeyjum
  • Eru þinglýstir eigendur viðkomandi fasteignar

Afslátturinn nær til:

  • Fasteignaskatts
  • Fráveitugjalds
  • Sorpeyðingar- og sorphirðugjalda
  • Lóðarleigu

Skilyrði og útreikningur:

  • Miðað er við tekjur fyrra árs samkvæmt skattframtali (tekjuskatts-, útsvars- og fjármagnstekjur)
  • Tekjuviðmið gilda fyrir einstaklinga, hjón eða samskattað sambýlisfólk
  • Tekjuupplýsingar eru sóttar beint frá Ríkisskattstjóra (RSK)
  • Heimilt er að endurreikna afslátt þegar nýtt skattframtal liggur fyrir
  • Viðmiðunarfjárhæðir eru endurskoðaðar árlega
  • Hámarksgreiðsla: Allt að 20.000 kr. á lóð gegn framvísun kvittunar.
  • Þjónustuaðili: Þjónustuþegar velja sjálfir garðsláttaraðila.
  • Skilyrði:
    • Allir fullorðnir heimilismenn þurfa að vera lífeyrisþegar.
    • Umsækjandi þarf að hafa fasta búsetu á viðkomandi lóð.
    • Fjöleignahús eru undanskilin nema allir íbúar séu lífeyrisþegar og uppfylli skilyrðin.
  • Umsókn:
    • Framvísa þarf gildri kvittun og nauðsynlegum upplýsingum í þjónustuveri Ráðhúss.

Frítt er í sund fyrir 67 ára og eldri í boði Vestmannaeyjabæjar.

Hár- og fótsnyrtiþjónusta stendur heimilismönnum á Hraunbúðum til boða sem og öðrum eldri borgurum gegn gjaldi.
Sjálfstæðir verktakar sinna umræddri þjónustu á Hraunbúðum.

Þjónustu veita: Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir og Lára Skæringsdóttir hársnyrtar s. 488 2608 og Anita Vignisdóttir snyrti- og fótaaðgerðafræðingur s. 488 2609 / 869 0725