Eftirfarandi afslættir standa til boða fyrir elli- og örorkulífeyrisþega sem:
- Eiga lögheimili í Vestmannaeyjum
- Eru þinglýstir eigendur viðkomandi fasteignar
Afslátturinn nær til:
- Fasteignaskatts
- Fráveitugjalds
- Sorpeyðingar- og sorphirðugjalda
- Lóðarleigu
Skilyrði og útreikningur:
- Miðað er við tekjur fyrra árs samkvæmt skattframtali (tekjuskatts-, útsvars- og fjármagnstekjur)
- Tekjuviðmið gilda fyrir einstaklinga, hjón eða samskattað sambýlisfólk
- Tekjuupplýsingar eru sóttar beint frá Ríkisskattstjóra (RSK)
- Heimilt er að endurreikna afslátt þegar nýtt skattframtal liggur fyrir
- Viðmiðunarfjárhæðir eru endurskoðaðar árlega