- Fyrir einstaklinga 67 ára og eldri sem búa í heimahúsi.
- Þjónustan er ætluð þeim sem ekki geta nýtt sér almenningssamgöngur eða einkabíl.
Akstursþjónusta aldraðra
Akstursþjónusta eldra fólks er fyrir þau sem ekki geta nýtt sér einkabíl til að komast ferða sinna.

Markmið með akstursþjónustu eldri borgara er að stuðla að auknu félagslegu sjálfstæði og er fyrir 67 ára og eldri sem búa í heimahúsi.
Hér að neðan reynum við að svara öllum helstu spurningum sem geta vaknað um akstursþjónustuna.
- Sækja má um rafrænt í gegnum Íbúagáttina
- Einnig er hægt að skila inn skriflegri umsókn í þjónustuver Vestmannaeyjabæjar.
Þegar umsókn hefur verið samþykkt þá fer aksturinn sjálfkrafa af stað
Afpanta þarf bíl með meira en 2ja klst. fyrirvara.
- Virka daga: kl. 07:30-17:30
- Akstur á stórhátíðardögum er auglýstur sérstaklega.
- Gjald innheimt með gíróseðli í lok hvers mánaðar.
- Sjá gjaldskrá hér (setja inn hlekk eða tengja við gardínu).
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda á margret@vestmannaeyjar.is eða hjá þjónustuveri fjölskyldu og fræðslusviðs í síma 488-2000