Fara í efni

Kveikjum neistann

Kveikjum neistann er þróunarverkefni við Grunnskóla Vestmannaeyja, sem staðið hefur yfir frá árinu 2021.
Markmið verkefnisins er að bæta líðan og árangur nemenda og efla áhugahvöt þeirra en grunnþáttur í því er að allir nemendur nái færni í lestri.

Áherslur verkefnisins

  • Læsi og lesskilning
  • Stærðfræði
  • Náttúrufræði og umhverfisfræði
  • Hreyfingu og einbeitingu
  • Jákvætt hugarfar nemenda

Áherslurnar tengjast þróun á kennsluháttum, kennsluefni og starfsþróun kennara og skólastjórnenda.

Markmið

  • Læsi: 80% nemenda verði fulllæsir við lok 2. bekkjar. Lestraráhugi er styrktur með góðum bókum og réttri áskorun.
  • Lesskilningur: Nemendur geti lesið sér til gagns.
  • Skrif og framsögn: Nemendur verði framúrskarandi í skapandi skrifum og framsögn.
  • Stærðfræði: Nemendur kunni samlagningu, frádrátt, margföldun og deilingu við 12 ára aldur og byggi á því á efri stigum.
  • Náttúrufræði: Nemendur fái ástríðu fyrir náttúru og umhverfi.
  • Hreyfing: Nemendur bæti hreyfifærni, hreysti og einbeitingu.

Samstarfsaðilar:

  • Vestmannaeyjabær
  • Háskóli Íslands
  • Samtök atvinnulífsins
  • Mennta- og barnamálaráðuneytið

Verkefnisstjórn og rannsóknir:

  • Leitt af Hermundi Sigmundssyni, prófessor við HÍ.
  • Samstarf við Menntavísindasvið HÍ og NTNU í Noregi.
  • Rannsóknir á tengslum hreyfingar, áhugahvatar, líðanar og námsárangurs.