Fara í efni

Fréttir

04.12.2025

Skipulagsáætlanir vegna stækkunar fiskeldis í Viðlagafjöru – Kynning á vinnslustigi

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 25. nóvember 2025 að fela skipulagsfulltrúa að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 skv. skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillögu að breyttu Deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Viðlagafjöru skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

03.12.2025

Tólf verkefni hlutu styrk úr fyrri úthlutun ,,Viltu hafa áhrif 2026?"

Miðvikudaginn 3. desember undirrituðu Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Hrefna Jónsdóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs samninga við styrkþega um fjárstyrk vegna verkefna sem hlutu styrk í tengslum við „Viltu hafa áhrif?“ fyrir fyrri hluta árið 2026. 

03.12.2025

Heimey hélt glæsilegan jólamarkað – Handverk og hátíðarstemning í fyrirrúmi

Markaðurinn stóð frá kl. 13:00–15:00 og skapaði sannkallaða hátíðarstemningu. Þar gafst gestum tækifæri til að kaupa einstakt handverk sem notendur Heimey hafa unnið að af mikilli natni og sköpunargleði allt haustið.

Á markaðnum var fjölbreytt úrval fallegra jólaafurða, þar á meðal jólatré úr viði, jólasveina, jólakúlur og merkispjöld. 

Hver vara var unnin af mikilli alúð, og ferlið var bæði skapandi og lærdómsríkt fyrir alla sem komu að því. Myndirnar sýna vel þá gleði og metnað sem einkenndi undirbúninginn – allt frá því að hafist var handa við að saga jólasveina til málunnar á jólakúlum og samsetningar merkispjalda.

Margir létu sjá sig og nutu þess að skoða og kaupa einstakar vörur. Slíkur markaður er ekki aðeins tækifæri til að eignast fallegt handverk heldur einnig til að styðja við mikilvægt starf Heimey og skapa samfélagslega samveru í aðdraganda jóla.

Efst á baugi

Laus störf hjá Vestmannaeyjarbæ

Viltu vinna hjá Vestmannaeyjabæ? Ef svo er þá hvetjum við þig til að skoða hvaða störf eru í boði og senda okkur umsókn.

Skoða laus störf