Fara í efni

Sorp og endurvinnsla

Sorphirða og förgun er stór og mikilvægur þáttur í rekstri sveitarfélaga.
Sveitarfélögum er skylt að sækja fjóra úrgangsflokka frá heimilum: matarleifar, pappír og pappa, plast og blandaðan úrgang. Einnig er skylt að safna textíl, málmi og gleri á grenndarstöðvum. Að auki er tekið við ýmsum úrgangsflokkum á söfnunarstöðvum.

Fjórir flokkar heima
 

Með lögum um hringrásarhagkerfi varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili: pappír og pappa, plastumbúðir, matarleifar og blandaðan úrgang.

Í tunnu fyrir blandaðan úrgang fer allur óendurvinnanlegur úrgangur, óhreint hráefni eða hráefni samsett úr ólíkum efnum.
Dæmi um það sem henda ætti í almennu tunnuna:

  • Handþurrkur
  • Bómullaskífur
  • Eyrnapinnar
  • Einnota hanskar
  • Óhreinar umbúðir
  • Bleyjur
  • Tíðarvörur
  • Bökunarpappír
  • Tyggjó
  • Ryksugupokar
  • Stór bein
  • Snyrtivöruafgangar
  • Kattasandur og dýrasaur

Dæmi um það sem ekki má fara í tunnu fyrir blandaðan úrgang

  • Spilliefni
  • Raftæki
  • Rafhlöður

Þegar úrgangur er ekki flokkaður tapast oftast auðlindir sem gætu annars verið endurnýttar og tekjur sem gætu komið frá sölu endurunninna hráefna. Urðun blandaðs úrgangs er kostnaðarsöm og með því að flokka er því hægt að draga úr kostnaði vegna úrgangsförgunar.

Urðun og brennsla blandaðs úrgangs losar einnig efni í umhverfið í formi gastegunda eða efnamengunar.

Dæmi um það sem henda ætti í lífrænu tunnuna:
Ávextir og grænmeti
Pasta og kartöflur
Brauð
Hrísgrjón ofl. Kornmeti
Kaffikorgur og kaffifilter
Eldaðir fiskiafgangar
Eldaðir kjötafgangar
Eggjaskurn
Tepokar
Tannstönglar
Afskorin blóm
Eldhúspappír

Dæmi um það sem ekki má fara í lífrænu tunnuna
Plast
Bleyjur
Sláturúrgangur
Dýrasaur
Kattasandur
-Ryksugupokar
Eyrnapinnar
Bómullarhnoðrar

Matarleifum skal hent í bréfpoka sem kaupa má í næstu matvöruverslun. 

Söfnun á matarleifum er mikilvæg til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Úr lífrænum úrgangi sem safnast við heimili er framleitt metangas og molta eða jarðvegsbætir. Metangas nýtist meðal annars sem bifreiðaeldsneyti og molta nýtist til landgræðslu.

Moltugerð / jarðgerðartunnur

Öll heimili geta á einfaldan máta hjálpað til við að halda eyjunni okkar fagurri, með því að taka lífrænt heimilissorp og gras og koma því fyrir í moltu þar sem að það brotnar niður á náttúrulegan máta svo úr verður mjög næringarríkur og góður jarðvegsbætir. 

 

Á allur pappír að fara í tunnuna fyrir pappír og pappa? 
Í tunnu fyrir pappír og pappa má setja pappír, bylgjupappa, fernur, sléttan pappa, dagblöð og tímarit. Til að hægt sé að endurvinna umbúðir/hráefni þarf það að vera hreint. Það er því mikilvægt að tæma og hreinsa matarleifar úr umbúðunum, annars eiga þær heima með almennu sorpi.

Dæmi um það sem má fara í pappatunnuna:
Dagblöð
Tímarit
Skrifstofupappír
Minnismiðar
Bækur án harðkápu
Umslög
Fernur 
Umbúðir úr pappa
Pappahólkar
Eggjabakkar
Pizzakassar (án matarleifa og olíu)
Kassar með bylgjaðar brúnir

Dæmi um það sem ekki má fara í pappa og pappírtunnuna
Óhreinar umbúðir
Handþurrkur
Servíettur/munnþurrkur
Bökunarpappír
Pakkabönd
Möppur
Bókakápur

Mjólkurfernur og djúsfernur eru endurvinnanlegar þar sem til er aðskilinn endurvinnsluferill fyrir þær. Ekki þarf að rífa plasttappa eða álfilmur frá.

Ef pizzakassar eru mikið óhreinir er best að aðskilja óhreina og hreina hlutann og setja hreina hlutann í pappa.

Hvað fer í plasttunnuna?
Til að hægt sé að endurvinna plast þarf það að vera hreint. Það er því mikilvægt að tæma og hreinsa matar- og efnaleifar úr umbúðum, annars eiga þær heima með blönduðum úrgangi.

Dæmi um það sem má fara í tunnu fyrir plast:
Plastbakkar
Plastpokar
Plastbrúsar
Plastglös
Áleggsbréf
Skvísur
Snakkpokar
Plastdiskar
Plastlok
Plastbakkar með loki
Plasttappar

Dæmi um það sem ekki má fara í plast tunnuna
Óhreinar umbúðir
Leikföng með rafhlöðum
Raftæki
Geisladiskar og DVD
Tannburstar
Plastmöppur
Lyfjaspjöld
Umbúðir undan spilliefnum

Meginreglan til að þekkja í sundur ál og plast er sú að plast sléttir aftur úr sér eftir að það er krumpað, ál helst hins vegar krumpað.
Með því að flokka pappa og plast í sitt hvora tunnuna, næst betri flokkun og líkur á endurvinnslu aukast heldur en með einni tunnu þar sem flokkarnir blandast saman.

 

Grenndargámar

Í Vestmannaeyjum eru tvær grenndarstöðvar sem taka á móti málmi, gler og textíl.

Grenndarstöðvar eru staðsettar á eftirfarandi stöðum:
- Við Eyjahraun 1 og 3 (sjá á korti)
- Við Tangagötu (sjá á korti)

Málmur :

Gler:

Textíll: 

Algengar spurningar

Hér verður leitast við að svara þeim spurningum sem kunna að vakna í tengslum við sorphirðu, flokkun og breytingar á sorphirðukerfinu. 
Síðan verður uppfærð með helstu spurningum sem berast frá íbúum. Hægt er að senda inn spurningar á netfangið sorp@vestmannaeyjar.is 

Vestmannaeyjabæ ber samkvæmt lögum að innheimta sorphirðugjöld sem næst raunkostnaði vegna söfnunar á heimilisúrgangi og rekstri grenndar- og endurvinnslustöðva.

Sorphirðugjöld eru innheimt með fasteignagjöldunum. Þau taka mið af fjölda tunna, stærð íláta, fjarlægð sem þarf að fara til að losa ílátið og tegund úrgangs. Gjöldin taka breytingum frá og með þeirri viku sem óskað er breytinga á tunnum. Tunnur fyrir pappír, plast og matarleifar eru ódýrari en tunnur fyrir blandaðan úrgang. Það borgar sig því að flokka.

 

Með lögum um hringrásarhagkerfi varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili: pappír og pappa, plastumbúðir, matarleifar og blandaðan úrgang.

Málmumbúðum, glerumbúðum og textíl þarf að skila á grenndarstöð eða á söfnunarstöð úrgangsefna.

Lyfjum og lyfjaumbúðum má skila í apótekum.

Nýtt kerfi gerir okkur kleift að bæta flokkun og þannig auka líkur á að halda auðlindum innan hringrásarhagkerfisins. Því betur sem hver og einn flokkar úrganginn sinn, því meiri líkur eru á að hægt sé að endurnýta eða endurvinna hann.

Blandaður úrgangur sem safnað er við heimili eða á gámasvæði er urðaður og honum viljum við halda í lágmarki. Með innleiðingu flokkunar í fleiri flokka við heimili og bætta flokkun í grenndargáma og á gámasvæði Terra getum við minnkað heildarmagn blandaðs úrgangs og þannig dregið úr urðun.

Miðað er við 15 metra frá þeim stað sem sorpbíll getur stöðvað. Aðal atriðið er gott aðgengi og að ekki þurfi að fara með tunnur upp og niður tröppur, sé hjá því komist. Tunnur eiga að vera staðsettar götu megin húss. 

Kjósi íbúi að staðsetja tunnu annars staðar þarf íbúi að koma tunnunni á aðgengilegan stað á losunardegi. Tunnufestingar verða að vera handhægar. Frá 1. apríl 2025 er Vestmannaeyjabæ heimilt að innheimta skrefagjald séu tunnur staðsettar meira en 15 metrum frá sorpbíl. 

Gott að hafa í huga að starfsmenn þurfa að geta losað ílátin í myrkri og frosti með vettlinga á höndum.

Íbúi ber ábyrgð á hlutum sem geta fokið innan sinna lóðamarka. Mikilvægt er því að tryggja að sorptunnur séu ekki lausar og geti valdið tjónið á nánasta umhverfi. 

Allar fyrirspurnir varðandi sporptunnur skulur berast á sorp@vestmannaeyjar.is 

Allt efni sem fer til endurvinnslu þarf að vera nokkuð hreint og gæta að ekki séu matarafgangar í umbúðum, t.d. þarf að skola fernur vandlega. Oft á tíðum er um samsettar umbúðir að ræða og er þá gott að aðskilja efnin eins og mögulegt er, t.d. að taka ál- eða pappafilmu af jógúrt- og skyrumbúðum áður en efnin eru sett í viðeigandi ílát. Plast tappa af drykkjarfernum þarf ekki að fjarlægja en auðvitað kostur.

Í Vestmannaeyjum eru tvær grenndarstöðvar sem taka á móti málmi, gler og textíl.

Grenndarstöðvar eru staðsettar á eftirfarandi stöðum:
- Við Eyjahraun 1 og 3 (sjá á korti)
- Við Tangagötu (sjá á korti)

Virka daga, frá kl: 10:00 til 18:00.
Laugardaga og Sunnudaga frá kl: 11:00 til 16:00
Sími: 535-2500