Í tunnu fyrir blandaðan úrgang fer allur óendurvinnanlegur úrgangur, óhreint hráefni eða hráefni samsett úr ólíkum efnum.
Dæmi um það sem henda ætti í almennu tunnuna:
- Handþurrkur
- Bómullaskífur
- Eyrnapinnar
- Einnota hanskar
- Óhreinar umbúðir
- Bleyjur
- Tíðarvörur
- Bökunarpappír
- Tyggjó
- Ryksugupokar
- Stór bein
- Snyrtivöruafgangar
- Kattasandur og dýrasaur
Dæmi um það sem ekki má fara í tunnu fyrir blandaðan úrgang
- Spilliefni
- Raftæki
- Rafhlöður
Þegar úrgangur er ekki flokkaður tapast oftast auðlindir sem gætu annars verið endurnýttar og tekjur sem gætu komið frá sölu endurunninna hráefna. Urðun blandaðs úrgangs er kostnaðarsöm og með því að flokka er því hægt að draga úr kostnaði vegna úrgangsförgunar.
Urðun og brennsla blandaðs úrgangs losar einnig efni í umhverfið í formi gastegunda eða efnamengunar.