6. september 2020

Covid-19 - Staðan í dag

Hér er ætlunin að safna nýjustu upplýsingum um viðbrögð Vestmannaeyjabæjar vegna Covid-19

8. janúar 2020
Einn einstaklingur er í einangrun vegna Covid-19 í Vestmannaeyjum. Viðkomandi greindist við landamæraskimun og fór beint í einangrun í Vestmannaeyjum. Nánar má lesa um það hér.

3. nóvember 2020
Í gær greindust tveir tengdir einstaklingar jákvæðir fyrir COVID-19 en síðar kom í ljós að þeir eru með mótefni. Að svo stöddu er ekki talið að viðkomandi einstaklingar hafi smitað út frá sér hér í Vestmannaeyjum. Nánar má lesa um það hér.

2. nóvember 2020

Skólahald frá og með 3. nóvember - English and Polish version
· gerð (PDF skjal)">Ný reglu­gerð heil­brigðisráðherra um tak­mörk­un á skóla­starfi vegna hertra sótt­varnaaðgerða sem tek­ur gildi 3. nóv­em­ber hef­ur verið birt. Nánar má lesa um það hér. 

2. nóvember 2020 

Áhrif hertra samkomutakmarkana á stofnanir VestmannaeyjabæjarÍ ljósi hertra samkomutakmarkana heilbrigðisráðherra, sem kynntar voru í síðustu viku, hefur Vestmannaeyjabær skipulagt starfsemi bæjarins með hliðsjón af þeim takmörkunum. Nánar má lesa um það hér 

30. október 2020

Inn á heimasíðu Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðissins eru gagnlegar upplýsingar á mismunandi tungumálum t.d. um sóttkví, einangrun og margt fleira. Nánari upplýsingar má finna hér. 

8. október 2020

Samband íslenskra sveitarfélaga heldur úti Covid 19 síðu þar sem sambandið hefur safnað saman upplýsingum er varða sveitarfélögin sem og upplýsingar sem margar hverjar eru aðgengilegar eru á vef Landlæknisembættisins eða Almannavarna.

6. október 2020

Vegna hertra samkomutakmarkana stjórnvalda í ljósi fjölgunar Covid-19 smita, hefur viðbragðstjórn Vestmannaeyjabær sent frá sér uppfærðar reglum um starfsemi bæjarins, sem sendar hafa verið framkvæmdastjórum og forstöðumönnum stofnana bæjarins til framkvæmdar.  Nánari upplýsingar má sjá hér.

6. október 2020
Vestmannaeyjabær hefur gefið út uppfærða viðbragðsáætlun vegna hertra aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19.  Viðbragðsáætlunina má finna hér