Fara í efni

Eldfell

45 mín
120 m
1.7 km
Eldfell gönguleið

Gangan hefur þrjá upphafspunkta. Leiðirnar eru mislangar, tími og vegalengt hér að ofan miðast við leiðina frá upplýsingaskiltinu á bílastæðinu.

  • Frá upplýsingaskilti á bílastæði staðsett við Fellaveg (Blá lína)
  • Frá upplýsingaskilti til norðvesturs við Eldfell (Gul lína)
  • Frá Eldheimun. Gengið er eftir merktum stíg í átt að Eldfelli, haldið áfram eftir vegi í norðvestur þar sem þú kemur að upplýsingaskilti staðsett norðvestan við Eldfell (Gul punkta lína)

Frá öllum upphafspunktum er hægt að komast bæði uppá topp Eldfells og út í Páskahelli.
Gangan er tilvalin fyrir fjölskyldufólk eða þá sem hafa ekki mikla reynslu af fjallgöngum. Þó er mikilvægt að fara varlega á fjallsbrúnum og í bröttum brekkum.

Eldfell er eldfjall sem myndaðist í Heimaeyjargosinu árið 1973. Það er um 131 metra hátt og stendur austan við Helgafell.

Stutt frá Eldfelli er safnið Eldheimar sem segir sögu eldgossins.

Þú ert á þína eigin ábyrgð.