29. janúar 2025

Tillaga að breyttu Deiliskipulagi Miðbæjar Vestmannaeyja – bygging íbúðarhúss við Vesturveg 6

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 22. janúar 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar Vestmannaeyja vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar við Vesturveg 6. Gögnin eru auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga að breyttu skipulagi gerir ráð fyrir fyrir tveggja hæða húsi auk kjallara á lóð við Vesturveg 6 þar sem geti verið allt að 5 íbúðir. Grunnflötur byggingareits íbúðarhúsnæðisins verður 110 m2 en auk þess er gert ráð fyrir 27,8 m2 reits fyrir geymslur á baklóð við lóðamörk til norðurs. Hámarksvegghæð frá Vesturvegi verður 7,75 m en lóðin hallar til norðurs og verður gólfkóti á norðurhlið um 1,51 m lægri en á suðurhlið. Þannig verður inngangur að kjallaraíbúð í gólfkóta við norðurhluta lóðarinnar.

Breytingin styður við meginmarkmið Aðalskipulags Vestmannaeyja 2015-2035 um að æskilegt sé að byggja í þær eyður sem eru í byggðinni og fjölga íbúðum, sérstaklega á efri hæðum. Þar sem húsið er í svipaðri hæð og nálægð hús auk þess sem lóðin er á miðsvæði þar sem nokkuð framboð er af almennum bílastæðum er gert ráð fyrir að grenndaráhrif byggingarinnar og fjölgun íbúða verði ástættanleg.

Skipulagsgögn eru aðgengileg á skipulagsvefsjá á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Tillaga að deiliskipulagi er auglýst á tímabilinu 29. janúar til 12. mars 2025

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við deiliskipulagstillögu og/eða framkvæmdaleyfi þarf að skila skriflega á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is, í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar til og með 12. mars 2025.

  • Fyrirhugud-asynd-huss-Vesturvegur-6
  • Thversnid-Vesturvegur-6
  • Mynd-ur-deiliskipulagi

 


Jafnlaunavottun Learncove