21. mars 2025

Tillaga að breyttu Deiliskipulagi Áshamars 1-75 - Breyting fyrirkomulagi lóða við Áshmar 75 og 77 og byggingarákvæðum við Áshmar 77

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 18. mars 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Deiliskipulagi Áshamars 1-75 vegna fyrirhugaðra breytinga á fyrirkomulagi lóða fjölbýlishúsa við Áshamar 75 og 77 og breytinga á byggingarákvæðum við Áshamar 77. Gögnin eru auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Tillaga að breyttu skipulagi gerir ráð fyrir að lóðir fjölbýlishúsa við Áshamar 75 og Áshamar 77 verði aðskildar og að bærinn leysi til sín land á milli fjölbýlishúsanna þar sem gert er ráð fyrir aðkomuvegi að inngangi fjölbýlishúsanna og að vesturhlið Hamarskóla.

Við Áshamar 77 er gert ráð fyrir að gerður verður bílakjallari með 27 bílastæðum. Þess í stað fellur út byggingarreitur fyrir bílskúra á lóð og fyrirkomulag bílastæðisins breytis. Hámarksfjölda íbúða er aukinn úr 18 íbúðum í 27 íbúðir. Gerð eru útskotum á byggingarreit til að auka uppbrot og gera ráð fyrir lyftuhúsi. Við þetta stækkar grunnflötur byggingar ofanjarðar um 95 fermetra og verður 810 fermetrar og grunnflötur kjallar verður 940 fermetrar. Svalir eru heimilar allt að 2 metra út fyrir byggingarreit.

Tillaga að breyttu deiliskipulagi Áshamars 75-77 er í samræmi við Aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035 þar sem svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði og fellur ennþá að sömu markmiðum um íbúðabyggð. Þar sem ytra byrði Áshmars 77 breytist lítið í umfangi og uppbrot byggingarinnar er aukið, auk þess sem bílar eru færðir í bílakjallara er breytingin talin hafa jákvæð grenndaráhrif. Vegna breyttrar vegtengingar við Hamarskóla gæti umferð meðfram lóðunum tveimur þó aukist lítillega. 

Skipulagsgögn eru aðgengileg á skipulagsvefsjá á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Tillaga að deiliskipulagi er auglýst á tímabilinu 21. mars til 2. maí 2025. 

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin.  Ábendingum og athugasemdum við deiliskipulagstillögu þarf að skila skriflega í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja eða í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar til og með 2. maí 2025. 


Jafnlaunavottun Learncove