7. desember 2021

Íbúafundur um umhverfis- og auðlindastefnu Vestmannaeyja

Vestmannaeyjabær hefur undanfarið unnið að umhverfisgreiningu sem mun liggja til grundvallar fyrir gerð umhverfis- og auðlindastefnu bæjarins

Á íbúafundinum verða kynntar helstu niðurstöður umhverfisgreiningarinnar og farið yfir helstu viðfangsefni umhverfismála Vestmannaeyjabæjar. Markmið fundarins er einnig að fá fram hugmyndir frá íbúum varðandi aðgerðir fyrir umhverfisstefnu bæjarins.

Íbúafundurinn verður haldinn í Eldheimum þann 8. desember 2021 klukkan 17:00 og verður einnig streymt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.

Vegna takmarkana eru þeir sem ætla að mæta á fundinn beðnir að skrá sig annað hvort með því að senda töluvóst á umhverfissvid@vestmannaeyjar.is eða hringja í síma 488 2530 milli klukkan 08:00 og 15:00. Þeir sem taka þátt í gegnum vefstreymi munu geta tekið virkan þátt í fundinum og borið upp spurningar í gegnum netið.

Umhverfi Vestmannaeyja er mörgum hjartansmál. Við vonumst til að sjá sem flesta á fundinum.

Beina útsendingu á fundinn má nálgast hér