23. september 2021

Breyting á Aðalskipulagi Vestmannaeyja – Baðlón ofan við Skansinn

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 16. september 2021 skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 og nýs deiliskipulags til að gera ráð fyrir baðlóni ofan við Skansinn.

Gert er ráð fyrir heitu baðlóni ásamt heitum pottum, gufuböðum og innbyggðum hraunhelli. Jafnframt verður aðstaða fyrir veitingasölu og aðra þjónustu fyrir gesti lónsins og möguleiki á um 50 herbergja hóteli. Skipulagið mun marka stefnu varðandi staðsetningu baðlónsins, stærð lóðar og skipulag innan hennar, aðkomu að svæðinu, byggingar og mannvirki.

Breyting styður við meginmarkmið Aðalskipulags Vestmannaeyja um að Eyjarnar taki vel á móti ferðamönnum, um uppbyggingu styrkra innviða í sátt við náttúru, samfélag og atvinnulíf, og að gott aðgengi að helstu ferðamannastöðum frá miðbænum.

Skipulagsgögnin eru til sýnis hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Skildingavegi 5, frá og með 23 september 2021 til og með 21. október 2021 og má einnig finna í skipulagsgátt á vefsíðu sveitafélagsins: http://www.vestmannaeyjar.is/thjonusta/skipulag/skipulag-i-kynningu/skipulagsmal-i-kynningarferli

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 21. október 2021 í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is

Stadsetning-yfirlitsmynd_1632223771868

Badsvaedi-i-att-ad-hraunhelli_1632223981285

Utsyni-fra-veitingastad-solsetur_1632224016273

Yfirlitsmynd-til-sudurs_1632224091399

Myndir: teikningar Tark