Auglýsing um skipulagsmál
Breyting á Aðalskipulagi Vestmannaeyja og nýtt deiliskipulag Skans og Skanshöfða vegna uppbyggingar hótels og baðlóns
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 14. maí 2025 að auglýsa, skv. 31 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 við Skanshöfða vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar baðlóns og hótels, ásamt umhverfisskýrslu. Einnig var samþykkt að auglýsa skv. 41 gr. sömu laga, nýtt Deiliskipulag Skans og Skanshöfða.
Breyting á Aðalskipulagi gerir ráð fyrir nýjum landnotkunarreit verslunar og þjónustu (VÞ-2) við Skanshöfða þar sem áður var óbyggt svæði, ÓB-3, sem minnkar að sama skapi. Ákvæði VÞ-2 gera m.a. ráð fyrir hóteli og baðlóni.
Nýtt deiliskipulag Skans og Skanshöfða gerir grein fyrir mannvirkjum og ákvæðum fyrirhugaðrar uppbyggingar á Skanshöfða sem felur í sér byggingu 4 hæða hótels með allt að 90 herbergjum og allt að 1.500 m2 baðlóns fyrir allt að 125 gesti ásamt veitingarstað. Engin ný mannvirki eða byggingarreitir eru fyrirhuguð á Skansinum en gerð er grein fyrir skráðum minjum.
Meginmarkmið deiliskipulagsins er að stuðla að varðveislu núverandi menningar- og náttúruminja, samhliða uppbyggingu aðlaðandi svæðis fyrir útivist og nýs áfangastaðar á Heimaey.
Tillaga að deiliskipulagi er auglýst á tímabilinu 8. ágúst til 19. september 2025. Skipulagsgögn eru aðgengileg á skipulagsvefsjá Vestmannaeyjabæjar, í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Ábendingum og athugasemdum við skipulagstillögurnar skal skila skriflega í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja eða í gegnum Skipulagsgátt til og með 19. september 2025.