13. febrúar 2025

Athafnasvæði við Ofanleiti

Kynning skipulagsáætlana á vinnslustigi

Tillaga að nýju Deiliskipulagi athafnasvæðis við Ofanleitisveg gerir ráð fyrir að lóð við Ofanleitisveg 26 færist út fyrir mörk Deiliskipulags frístundabyggðar við Ofanleiti og verði hluti af athafnasvæðinu. Einnig verða stofnaðar tvær nýjar lóðir í suður enda svæðisins á landi sem nú tilheyrir Landbúnaðarsvæði (L-4).

Gert er ráð fyrir nýjum byggingarreitum á lóð við Ofanleitisveg 25 (Heildverslun Karls Kristmanns), Ofanleitisveg 26 (Emmuskemma/Friðarból), og á nýjum lóðum við Ofanleitisveg 30 og 30a. Einnig eru settir eru fram skilmálar varðandi umhverfisfrágang.

Til samræmis er gerð breyting á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 sem felur í sér breytt mörk landnotkunarreita, AT-4, L-4 og Frístundabyggðar (F-1), og breyting á Deiliskipulagi frístundabyggðar við Ofanleiti þar sem lóð við Ofanleitisveg 26 er tekin út fyrir mörk deiliskipulagsins.

Skipulagsgögnin eru til sýnis í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja og má einnig finna á skipulagsvefsjá á vefsíðu bæjarins og Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Opið hús verður hjá Skipulagsfulltrúa klukkan 10-12, dagna 17. - 20. febrúar 2025.

Umsögnum við tillöguna skal skila skriflega í Skipulagsgátt eða með bréfi í Ráðhús Vestmannaeyja eigi síðar en 27. febrúar 2025.


Jafnlaunavottun Learncove