Fara í efni

Tómstunda - og íþróttastarf

Hjá Vestmannaeyjabæ fer fram fjölbreytt tómstunda - og íþróttastarf fyrir börn, unglinga og ungmenni.

Börn Krakkar

Vestmannaeyjabær veitir öllum börnum á aldrinum 2-18 ára frístundastyrk árlega til að greiða niður tómstunda - og íþróttastarf.

Hér má sjá lista yfir allt tómstunda - og íþróttastarfs sem er í boði í Vestmannaeyjum.

Í Vestmannaeyjum er boðið upp á fjölbreytt íþróttastarf sem nær til allra aldurshópa. 

Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) er eitt öflugasta íþróttafélag landsins með fjölmörg aðilarfélög. 

Tilgangur ÍBV er m.a. að vinna að eflingu, samræmingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi allra áhugamanna í Vestmannaeyjum í samræmi við íþróttalögin og reglur ÍSÍ.

Aðildarfélög ÍBV eru mörg:

Björgunarfélag Vestmannaeyja starfrækir öfluga unglingadeild sem er fyrir unglinga í 9. og 10. bekk. Nýliðastarf er svo í boði fyrir 16 ára og eldri. 
Unglingadeild: https://www.1918.is/unglingadeild.html
Nýliðastarf: https://www.1918.is/nyacuteliethastarf.html 

 

Vestmannaeyjabær rekur Féló - Félagsmiðstöð fyrir börn og ungmenni frá 10-18 ára. 
Áhersla er lögð á viðurkennt tómstundastarf, forvarnir, fræðslu, örvun félagsþroska og jákvæðra samskipta.
Ýmislegt er í boði í félagsmiðstöðinni t.d. billiard, þythokkí, horfa á sjónvarpið, spila tölvuleiki o.fl. Skipulögð dagskrá er gefin út í hverjum mánuði og má finna hana ásamt upplýsingum um opnunartíma og fleira á Facebook og Instagram síðu Féló. 

Facebook: https://www.facebook.com/raudagerdivm
Instagram: https://www.instagram.com/felo_eyjar/?hl=en 
Félagsmiðstöðin er við Strandveg 50 og gengið er inn á bakvið. 

Fyrir frekari upplýsingar varðandi starf Féló er hægt að hafa samband við Eyrúnu Haraldsdóttir á netfangið eyrunharalds@vestmannaeyjar.is eða í síma 488-2000

https://hressoeyjar.is/

gfdagafgafd

fdgaf