- Frístundastyrkurinn er kr. 50.000,- fyrir einstakling á aldrinum 2 til 18 ára.
- Frístundastyrkurinn er fyrir börn með lögheimili í Vestmannaeyjum.
- Frístundastyrk er úthlutað til foreldra/forráðamanna vegna greiddra þátttökugjalda hjá þeim félögum/fyrirtækjum/stofnunum sem hafa gildan samstarfssamning hjá Vestmannaeyjabæ.
Lista yfir samstarfsaðila hverju sinni má sjá á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. - Tímabil hverrar styrkveitingar er almanaksárið og er því styrkurinn til ráðstöfunar frá og með 1. janúar ár hvert.
- Réttur til frístundastyrks fyrir hvert ár fellur niður í árslok. Ónýttir frístundastyrkir geymast ekki milli ára.
- Hægt er að skipta frístundastyrknum niður á fleiri en eina tómstundaiðju en ekki þarf að ráðstafa öllum frístundastyrknum í einu.
- Frístundastyrk er úthlutað vegna námskeiða sem standa yfir í a.m.k. 6 vikur samfellt.
- Frístundastyrkurinn gildir ekki sem greiðsla fyrir aðbúnað, ferðalög eða annan tilfallandi kostnað vegna keppni eða þjálfunar
Frístundastyrkir
Frístundastyrkur er veittur árlega öllum börnum á aldrinum 2-18 ára til að greiða niður tómstundir.
Tilgangur frístundastyrks er að:
- Styrkja börn á aldrinum 2-18 til þáttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þáttöku óháð efnahags.
- Ýta undir aukna hreyfingu og félagsþátttöku barna.
- Vinna gegn óæskilegu brottfalli í eldri aldurshópi iðkenda.
- Auka virkni í frístundatíma barna.
- Miðað er við fæðingarár. Þriggja til tólf mánaða kort að líkamsræktarstöðvum eru styrkhæf.
- Heimilt er að veita frístundastyrk til ungmenna 16-18 ára.
- Líkamsræktarstöðvar þurfa að uppfylla skilyrði um fræðslu til iðkendan og fagmennsku í sinni starfsemi.
Laga texta - óljóst
- Allar greiðslur frístundastyrks fer í gegnum Abler.
- Sótt er um frístundastyrk i gegnum Abler viðkomandi samstarfsaðila sem hægt er að nálgast á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar eða á heimasíðu viðkomandi samstarfsaðila (Abler félagsins)
- Þegar forráðamaður staðfestir þátttöku barns í gegnum Abler fær viðkomandi félag/deild og Vestmannaeyjabær staðfestingu þar um.
- ÍBV – Íþróttafélag
- Golfklúbbur Vestmannaeyja
- Fimleikafélagið Rán
- Tónlistarskóli Vestmannaeyja
- Skátafélagið Faxi
- Sundfélag Vestmannaeyja
- Karatefélag Vestmannaeyja
- Hugarfrelsi ehf.
- Metabolic Eyjar
- Sumarfjör
- Prentsmiðjan GymPrentsmiðjan Gym ( hafa þarf samband við eyrunharalds@vestmannaeyjar.is )
- Ægir íþróttafélag ( hafa þarf samband við eyrunharalds@vestmannaeyjar.is )
- World Class
Nánari upplýsingar veitir Eyrún Haraldsdóttir: eyrunharalds@vestmannaeyjar.is