Tónlistarskóli
Tónlistarskólinn býður uppá fjölbreytt tónlistarnám fyrir alla aldurshópa.
Skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja er Jarl Sigurgeirsson sem veitir jafnframt nánari upplýsingar í tölvupósti á netfangið jarl@vestmannaeyjar.is og í síma 488 2250.

Markmið Tónlistarskólans er að stuðla að öflugu tónlistarlífi í Vestmannaeyjum og vinna að aukinni hæfni, þekkingu og þroska nemenda í gegnum tónlistarnám.
Skólinn starfar samkvæmt aðalnámsskrá tónlistarskóla og greinanámskrám, og er aðili að Prófanefnd tónlistarskóla.
Kennsluaðferðir og áherslur:
- Kennslu í hljóðfæraleik og öðrum tónlistargreinum
- Þroska tónlistarhæfileika og sköpunargáfu nemenda
- Félagslegt gildi tónlistariðkunar í samleik og hljómsveitum
- Samvinnu við skóla og menntastofnanir
- Undirbúning fyrir áframhaldandi tónlistarnám
- Að gera íbúum í Vestmannaeyjum kleift að auðga tómstundir sínar með tónlistariðkun
Staðsetning
Skólinn er til húsa við Vesturveg 38 í Vestmannaeyjum.
Opnunartími:
Mán - Fös 12:30-17:00