Sóli
Leikskólinn Sóli er staðsettur við Ásaveg 11.
Fjöldi barna í leikskólanum er misjafn en oftast á bilinu 110-114 börn, það fer eftir árstíma og stærð árganga. Fjöldi starfsfólks er yfirleitt um 33-35.

Hjallastefnan ehf. og Vestmannaeyjabær gerðu með sér rekstrarsamning vorið 2012 og tók Hjallastefnan formlega við leikskólanum í ágúst 2012. Leikskólinn Sóli starfar því eftir Hjallastefnunni og eru í húsi 6 kjarnar.
Í vesturhluta hússins eru Rauði og Guli Kjarni ern þar eru drengir á aldrinum 2ja -5 ára.
Stúlkurnar eru svo í austurhluta hússins á Græna og Bláa kjarna. Yngstu börnin eru svo drengir á Hvíta kjarna og stúlkur á Svarta kjarna.
Leikskólastjóri Sóla er Helga Björk Ólafsdóttir sem veitir jafnframt upplýsingar um skólann bæði í tölvupósti á netfangið helgabj@hjalli.is eða í síma 571 3250 .
Hér má finna hlekk inn á heimasíðu Sóla: https://soli.hjalli.is/