Öllum er skylt að tilkynna til Barnaverndar ef ástæða til til að áætla að barn búi við:
- Bágan aðbúnað
- Óviðeigandi uppeldisaðstæður, s.s. neyslu foreldra á fíkniefnum, læknalyfjum eða óhóflega drykkju foreldra sem hafa áhrif á börnin
- Áhættuhegðun.
- Áhyggjur eru af því að lífi ófædds barns sé stofnað í hættu með líferni barnshafandi konu.
- Foreldrar sem hafa áhyggjur af börnum sínum geta einnig tilkynnt sjálf varðandi eigið barn.
Hægt er að senda inn tilkynningu með eftirfarandi hætti:Í gegnum tilkynningarhnapp á heimasíðu
Símleiðis í síma 488-2000 á virkum dögum á milli 9.00 og 15.00, utan opnunartíma í gegnum 112
Senda tölvupóst á barnavernd@vestmannaeyjar.is
Senda á barnaverndarþjónustu Vestmannaeyja í gegnum Signet transfer
Nafnleynd
Samkvæmt 19. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2001 verður hver sá sem tilkynnir til barnaverndarnefndar að segja á sér deili. Tilkynnandi getur þó óskað eftir að tilkynningin sé undir nafnleynd, nafnleyndin á þó ekki við tilkynningar frá lögreglu eða þegar tilkynnt er frá stofnunum sem starfa með börnum.

