Fara í efni

Barnavernd

Allir hafa tilkynningarskyldu samkvæmt barnaverndarlögum og hún skiptir miklu máli fyrir velferð barna.

Allir hafa tilkynningarskyldu samkvæmt barnaverndarlögum ef áhyggjur eru af aðstæðum eða áhættuhegðun barns. Hægt er að óska nafnleyndar gagnvart þeim sem verið er að tilkynna. 
Starfsmenn barnaverndarþjónustu taka við barnaverndartilkynningum á opnunartíma milli kl 9-15 í síma 488 2000 og netfangið barnavernd@vestmannaeyjar.is
Utan opnunartíma og ef málið þolir ekki bið er hægt að hafa samband við neyðarvakt barnaverndarþjónustu í gegnum Neyðarlínuna í síma 112.  

  • Öll börn eiga rétt á vernd og umönnun.
  • Foreldrar bera ábyrgð á að sýna börnum sínum umhyggju og nærgætni.
  • Þeim ber að tryggja viðunandi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar barna sinna.
  • Aðrir sem koma að uppeldi barna skulu sýna þeim virðingu og umhyggju.

Þú mátt skila á þínu móðurmáli ef þú vilt - You may write in your native language if you prefer - Możesz napisać w swoim ojczystym języku, jeśli chcesz.

Nánari upplýsingar veitir Silja Rós Guðjónsdóttir, deildarstjóri velferðarþjónustu bæði í síma 488-2000 og í tölvupósti á netfangið silja@vestmannaeyjar.is.
Barnaverndarþjónusta Vestmannaeyja er staðsett á Kirkjuvegi 23, Vestmannaeyjum.  

Barnaverndarþjónusta Vestmannaeyja starfar samkvæmt  barnaverndarlögum nr. 80/2002.
Markmið laganna er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Unnið er að því að ná þessum markmiðum með því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Mikilvægt er að líta á tilkynningu til barnaverndar sem beiðni um stuðning og aðstoð fyrir barnið og fjölskyldu þess. Starfsfólk barnaverndar leggur áherslu á samstarf við börn og foreldra og nærgætni og virðingar er gætt í samskiptum við alla.
Fyllsta trúnaðar er heitið.

Öllum er skylt að tilkynna til Barnaverndar ef ástæða til til að áætla að barn búi við:

  • Bágan aðbúnað
  • Óviðeigandi uppeldisaðstæður, s.s. neyslu foreldra á fíkniefnum, læknalyfjum eða óhóflega drykkju foreldra sem hafa áhrif á börnin
  • Áhættuhegðun.
  • Áhyggjur eru af því að lífi ófædds barns sé stofnað í hættu með líferni barnshafandi konu.
  • Foreldrar sem hafa áhyggjur af börnum sínum geta einnig tilkynnt sjálf varðandi eigið barn.

Hægt er að senda inn tilkynningu með eftirfarandi hætti:Í gegnum tilkynningarhnapp á heimasíðu 

  • Símleiðis í síma 488-2000 á virkum dögum á milli 9.00 og 15.00, utan opnunartíma í gegnum 112 

  • Senda tölvupóst á barnavernd@vestmannaeyjar.is  

  • Senda á barnaverndarþjónustu Vestmannaeyja í gegnum Signet transfer

Nafnleynd 
Samkvæmt 19. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2001 verður hver sá sem tilkynnir til barnaverndarnefndar að segja á sér deili. Tilkynnandi getur þó óskað eftir að tilkynningin sé undir nafnleynd, nafnleyndin á þó ekki við tilkynningar frá lögreglu eða þegar tilkynnt er frá stofnunum sem starfa með börnum. 

Þegar barnaverndarþjónustu berst barnaverndartilkynning:

  • Skal hún taka ákvörðun innan sjö daga frá móttöku tilkynningar.
  • Ákvörðun snýst um hvort ástæða sé til að hefja könnun á málinu.

Markmið könnunar:

  • Að afla nauðsynlegra upplýsinga um aðstæður barns.
  • Að meta þörf fyrir úrræði í samræmi við hagsmuni og þarfir barnsins.

Í könnuninni skal barnaverndarþjónustan leggja áherslu á að afla upplýsinga um:

  • Hagi barns.
  • Andlegt og líkamlegt ástand.
  • Tengsl við foreldra og aðra.
  • Hagi foreldra.
  • Aðbúnað barns á heimili.
  • Skólagöngu barns.
  • Hegðun og líðan barns.

Að könnun lokinni:

  • Tekur barnaverndarþjónustan saman greinargerð.
  • Í greinargerðinni er lýst niðurstöðum könnunar.
  • Tiltekið er hvort úrbóta sé þörf.
  • Lagðar eru fram tillögur að viðeigandi úrræðum.

Ef könnun á máli barns leiðir í ljós að þörf er á úrbótum:

  • Skal barnaverndarþjónusta gera skriflega áætlun um meðferð málsins.
  • Áætlunin er unnin í samvinnu við:
    • Foreldra barnsins.
    • Barnið sjálft, ef það hefur náð 15 ára aldri.

Áætlunin skal:

  • Vera til ákveðins tíma.
  • Innihalda skýr markmið.
  • Tilgreina þau stuðningsúrræði sem verða nýtt til að ná markmiðunum.

Áætlunin er:

  • Endurskoðuð eftir þörfum.
  • Staðan metin að tímabili loknu.

Barnaverndarþjónusta veitir fjölbreyttan stuðning til barna og fjölskyldna. Markmiðið er að tryggja velferð barnsins og styðja foreldra í uppeldishlutverki sínu í samvinnu við aðrar stofnanir.

Almenn leiðbeining og samvinna

  • Leiðbeiningar til foreldra um uppeldi og aðbúnað barns.
  • Samvinna við aðrar stofnanir til að beita viðeigandi úrræðum.
  • Áhersla á samvinnu við foreldra í öllum ferlum.

Helstu stuðningsúrræði

  • Sérfræðiþjónusta: Aðgangur að fagfólki eftir þörfum.
  • Viðtöl hjá félagsráðgjafa: Stuðningur og ráðgjöf í persónulegum samtölum.
  • Persónulegir ráðgjafar: Stuðningur við barn í tengslum við tómstundir, menntun og vinnu.
  • Tilsjón: Aðstoð inni á heimilum fjölskyldna, t.d. uppeldisráðgjöf og skipulag heimilisins.
  • Stuðningsfjölskyldur: Létta álagi af börnum og fjölskyldum og tryggja öryggi barna.
  • Aðstoð við meðferð: Stuðningur við foreldra eða þungaða konu við að leita sér viðeigandi meðferðar.
  • Úrræði frá Barna- og fjölskyldustofu: Umsóknir og samvinna um frekari stuðning.

Nánar um einstök úrræði

  • Tilsjón:
    • Stuðningur á heimilinu.
    • Uppeldisráðgjöf og samstarf við tengdar stofnanir.
    • Aðstoð við skipulag og daglegt líf.
  • Stuðningsfjölskyldur:
    • Tryggja öryggi barna.
    • Létta álagi af fjölskyldum.
    • Foreldrar fá stuðning í uppeldishlutverki.
    • Umsókn um hlutverk fer í gegnum Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
  • Persónulegir ráðgjafar:
    • Stuðningur við félagslega og tilfinningalega þróun barns.
    • Tengsl við tómstundir, nám og vinnu.
    • Byggt á trausti og vinsemd í samskiptum.

Í umdæmi hverrar barnaverndarþjónustu skal starfrækja umdæmisráð barnaverndar. 
Skal það skipað þremur ráðsmönnum, einn skal vera félagsráðgjafi, einn sálfræðingur og einn lögfræðingur sem jafnframt er formaður ráðsins.
Barnaverndarþjónusta Vestmannaeyja tilheyrir umdæmisráði landsbyggða.  

Aðilar að verkefninu:

  • Vestmannaeyjabær
  • Lögreglan
  • Sýslumaðurinn
  • Heilbrigðisstofnun Suðurlands
  • Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
  • ÍBV

Um verkefnið:

  • Svæðisbundið samráð um velferð og hagi barna
  • Sérstök áhersla á vernd barna sem hafa búið við ofbeldi
  • Frumkvöðlaverkefni í þróun samráðs gegn ofbeldi á landsvísu

Markmið verkefnisins

  • Efla samstarf stofnana ríkis og sveitarfélaga
  • Sameiginlegar áherslur og markmið í afbrotavörnum
  • Byggja upp og þróa forvarnarsamstarf
  • Efla samvinnu við úrlausn mála, m.a. samkvæmt farsældarlögum

Hér má lesa nánar um verkefnið.