Tilkynning til barnaverndarþjónustu
Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndarþjónustu ef grunur er um að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni, ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í hættu.
Ef málið þolir ekki bið er tilkynnanda vinsamlegast bent á að hafa samband símleiðis við neyðarlínu í s. 112.
Bakvakt barnaverndarþjónustu Vestmannaeyja sinnir neyðartilvikum utan skrifstofutíma.