Tillagan felur í sér breyttan byggingareit á lóð við Viðlagafjöru 1 vegna tilfærslu á stöðvarhúsi og útrásar á lóðinni. Ekki er reiknað með að önnur markvirki eða að umfang mannvirkja breytist umfram skilmála gildandi deiliskipulags.
Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja Kirkjuvegi 50, frá og með 20. júlí til 31. ágúst 2023 og má einnig finna í skipulagsgátt sveitafélagsins (https://www.vestmannaeyjar.is/thjonusta/skipulag/).
Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 31. ágúst 2023 í afgreiðslu Ráðhúss eða á netfangið umhverfissvid@vestmannaeyjar.is
Fyrir breytingu Eftir breytingu
