Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti 14. desember 2022 að kynna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 á vinnslustigi, vegna uppsetningar minnisvarða í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá lokum Heimaeyjargos.
Aðalskipulagsbreytingin skilgreinir svæði sem breytingarnar ná til og staðsetningu minnisvarðans, og felur í sér breytingar á skilmálum skipulagsins til að rúma uppsetningu minnisvarða á óbyggðu svæði ÓB-3 og nýjar gönguleiðir og útsýnisstaði á hverfisvernduðu svæði HV-9.
Skipulagsgögnin eru til sýnis hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Skildingavegi 5, frá og með 19. desember 2022 til 4. janúar 2023 og má einnig finna í skipulagsgátt á vefsíðu sveitafélagsins.
Á tímabilinu er boðið að hafa samband við skipulagsfulltrúa með tölvupósti eða í síma auk þess að óska eftir fundi.
Umsagnir og ábendingar berist skriflega til og með 4. janúar 2023 á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða á skrifstofu umhverfis- og framkvæmdasviðs að Skildingavegi 5.
