Menningar- og tómstundaráð minnir á að fresturinn til að sækja um starfslaun bæjarlistamanns 2007 rennur út 31. mars nk.
Menningar og tómstundaráð Vestmannaeyjabæjar auglýsir eftir umsóknum um starfslaun fyrir bæjarlistamann árið 2007. Í gildandi reglum um úthlutun starfslaunanna segir m.a.:
- Sækja skal um starfslaun til Menningar og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar. Að jafnaði koma þeir einir til greina sem bæjarlistamenn sem búsettir eru í Vestmannaeyjum.
- Listamaður skal í umsókn sinni gera grein fyrir því, sem hann hyggst vinna. Hann skal einnig gera grein fyrir því hvenær hann ætli að vinna að verkinu.
- Umsóknarfrestur er til 31. mars 2007. Menningar og tómstundaráð velur úr framkomnum umsóknum og úthlutar á Sumardaginn fyrsta að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar.
Umsókn skal skila til Menningar- og tómstundaráðs Vestmannaeybæjar fyrir 31. mars nk. Og skulu þær vera í samræmi við framangreindar reglur.
Reglurnar í heild er hægt að fá afhentar á bæjarskrifstofunni í Ráðhúsinu eða lesa á www.vestmannaeyjar.is
Nánari upplýsingar veita Kristín Jóhannsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi og Rut Haraldsdóttir framkvæmdarstjóri stjórnsýslusviðs í síma 4882000.
Menningar og tómstundaráð Vestmannaeyjabæjar