Fara í efni
11.02.2022 Fréttir

Vetrarfærð í Vestmannaeyjum

Starfsmenn Vestmannaeyjabæjar, HS vélaverks og Brinks hafa unnið hörðum höndum að snjóruðningi í Vestmanneyjum undafarna daga en óvenjumikið af snjó hefur fallið niður á okkar mælkvarðara. Hafa þeir unnið gott verk við erfiðar aðstæður.

Deildu

Vestmannaeyjabær biður fólk að hafa biðlund yfir því að kannski er ekki mögulegt að ryðja alla göngustíga og stéttar því tækin eru takmörkuð og mannskapurinn þarf sína hvíld.  Upplýsingar um  snjómokstur er hægt að sjá á vef Vestmannaeyjabæjar.

Víða á Heimaey má finna góðar gönguleiðir sem eru vel færar og því upplagt að kanna nýjar slóðir og njóta þeirrar fegurðar sem eyjarnar hafa upp á að bjóða.