Vestmannaeyjabær biður fólk að hafa biðlund yfir því að kannski er ekki mögulegt að ryðja alla göngustíga og stéttar því tækin eru takmörkuð og mannskapurinn þarf sína hvíld. Upplýsingar um snjómokstur er hægt að sjá á vef Vestmannaeyjabæjar.
Víða á Heimaey má finna góðar gönguleiðir sem eru vel færar og því upplagt að kanna nýjar slóðir og njóta þeirrar fegurðar sem eyjarnar hafa upp á að bjóða.
