Deiliskipulagið gerir ráð fyrir minnisvarða sem verður settur upp á óbyggðu svæði sunnan við við Eldfellsveg. Einnig er gert nýjum gönguleiðum um Kirkjubæjarhraun og á Eldfell.
Meginmarkmið uppsetningarinnar í heild er að skapa sjónarhorn og sýn á stórbrotna náttúruna, þar sem lögð verður áhersla á samspil gönguleiða og náttúrumynda. Skilgreind eru svæði fyrir aðkomu gangandi og keyrandi gesta, bílastæði og aðkomu að verkinu. Einnig er lögð til breyting á vegslóðum á svæðinu og takmarkanir á umferð ökutækja.
Skipulagsgögnin eru til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, 10-17. febrúar 2023 og má einnig sjá á skipulagsvefsjá sveitarfélagsins. Íbúar og hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér gögnin. Opið hús verður hjá skipulagsfulltrúa dagna 16-17 febrúar 2023 milli klukkan 10:00 og 12:00. Einnig er hægt að bóka viðræðu tíma, dagny@vetmannaeyjar.is.
Umsagnir og ábendingar berist skriflega til og með 17. febrúar 2023 á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í Ráðhúsinu að Kirkjuvegi 50.
