Fyrsti viðburður dagsins verður fjölteflið í Akóges kl. 13.00. Fjölteflið er ekki bara áhugavert fyrir þá sem vilja etja kappi við stórmeistarann, áhorfendur eru líka hjartanlega velkomnir.
Kl. 15.00 verður 80 ára afmælis Sjóveitunnar og gömlu sundlaugarinnar minnst með afhjúpun skiltis við Skansinn. Kl. 16.00 verður svo kynnt ný bók eftur Sigga á Háeyri í Eymundsson.
Í Sagnheimum opnar vegleg ljósmyndasýning kl. 17.00 við hátíðlega athöfn. Á sýningunni er fjöldi ljósmynda úr gosinu. Kynntur verður afrakstur af Viskunámskeiðinu Húsin í hrauninu og lesnar minningar Jóhanns Friðfinnssonar fyrrum safnvarðar um gosnóttina.
Bænastundin í Landakirkju hefs stundvíslega kl. 18.45 bæði verður hægt að fylgjast með athöfninni í kirkjunni og í safnaðarheimilinu.
Gangan fer svo af stað kl 19.00 kyndlum verður dreift við safnaðarheimilið. Gengið verður niður á höfn, þar sem athöfn verður á bílaþilfari Herjólfs.
Að lokinni dagskrá í Herjólfi eru viðburðir í Vinaminni og Betel – veitingahúsin eru einnig mörg hver með tilboð í tilefni dagsins.
Hvetjum bæjarbúa til þess að sameinast við þessi merku tímamót og minnast sama náttúruhamfaranna fyrir 40 árum.
Goslokanefndin og Vestmannaeyjabær